Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 25. nóvember 2022 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óskar Smári spáir í Wales - Íran
Óskar Smári Haraldsson.
Óskar Smári Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrsti leikur dagsins er viðureign Wales og Íran í B-riðlinum. Er þetta fyrsti leikurinn í annarri umferð riðlakeppninnar.

Wales er með eitt stig fyrir þennan leik eftir jafntefli gegn Bandaríkjunum í fyrstu umferð. Gareth Bale gerði þar jöfnunarmarkið úr víti. Íran er án stiga eftir stórt tap gegn Englandi í frumraun sinni.

Óskar Smári Haraldsson, þjálfari kvennaliðs Fram og sérfræðingur í Ástríðunni, spáir í þennan leik.

Wales 2 - 0 Íran
Leikur sem sennilega flestir geta ekki beðið eftir.

Þetta verður öruggur sigur Walesverja þar sem Bale mun skora mörk í sitthvorum hálfleiknum; annað úr víti og hitt beint úr aukaspyrnu. Tekur svo golffagnið við mikla hrifningu stuðningsmanna Wales. Niðurstaðan 2-0 og hreint lak á vin minn Hennessey í markinu.

Sjá einnig:
HM í dag - England gegn Bandaríkjunum
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner