Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 25. nóvember 2022 15:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sögulega slakur árangur hjá gestgjöfunum
Katar hefur ekki byrjað vel á HM.
Katar hefur ekki byrjað vel á HM.
Mynd: EPA
Katar er svo gott sem úr leik á HM eftir tap gegn Senegal í öðrum leik sínum á mótinu.

Katar leit skelfilega út í fyrsta leik gegn Ekvador en litu þeir ögn betur út gegn Senegal í dag, en það var ekki nóg.

Katar lenti 2-0 undir en átti góðar rispur í seinni hálfleik og þeim tókst að minnka muninn. Bamba Dieng gerði þó út um leikinn fyrir Senegal með marki eftir flott spil á 84. mínútu.

Þetta er í fyrsta sinn í sögunni þar sem gestgjafaþjóðin á heimsmeistaramótinu tapar meira en einum leik í riðlakeppninni.

Þetta er líka í fyrsta sinn þar sem Katar tekur þátt á mótinu. Frumraunin hefur ekki verið sérlega góð.


Athugasemdir
banner
banner