Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 25. nóvember 2022 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Van Den Bogaert og Dobrovoljc verða ekki áfram hjá KA
Bryan Van Den Bogaert
Bryan Van Den Bogaert
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þeir Gaber Dobrovoljc og Bryan Van Den Bogaert verða ekki með KA á næsta tímabili. Þetta hefur komið fram í hlaðvarpinu Bolurinn þar sem mikið er fjallað um fótbolta á Norðurlandi.

Samningar þeirra renna út í lok árs.

Van Den Bogaert er þrítugur vinstri bakvörður frá Belgíu sem gekk í raðir KA fyrir tímabilið og lék alls 22 deildarleiki í sumar og þrjá bikarleiki. Hann kom frá RWD Molenbeek í Belgíu, liði sem spilar í næstefstu deild.

Dobrovoljc er 29 ára miðvörður sem fenginn var inn þegar Oleksii Bykov, sem var hjá KA fyrri hluta tímabils, sneri heim til Úkraínu eftir að hafa verið á láni hjá KA.

Dobrovoljc er Slóveni sem kom við sögu í níu leikjum með KA. Hann kom frá NK Domzale í heimalandinu, liðið spilar í efstu deild og endaði í sjötta sæti á síðasta tímabili.

Vinstri bakvörðurinn Birgir Baldvinsson skrifaði undir nýjan samning við KA fyrr í þessum mánuði og mun hann væntanlega að einhverju leyti fylla það skarð sem Van Den Bogaert skilur eftir sig. Birgir var á láni hjá Leikni á liðnu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner