Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 26. mars 2023 10:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Leikmönnum Bayern brugðið - Nagelsmann missti ekki klefann

Julian Nagelsmann var rekinn frá Bayern Munchen á föstudaginn en það kom mörgum í opna skjöldu.


Liðið er komið í 8 liða úrslit Meistaradeildarinnar og þýska bikarsins og þá er liðið í 2. sæti þýsku deildarinnar aðeins stigi á eftir Dortmund.

Leon Goretzka leikmaður Bayern hefur tjáð sig um brottreksturinn en hann segir leikmenn liðsins vera brugðið.

„Það voru engin vandamál milli mín og Nagelsmann, ég veit ekki hvernig þetta var með aðra en ég get sagt að hann missti ekki klefann. Manni var brugðið við fréttirnar, leikmennirnir voru allir hissa," sagði Goretzka.


Athugasemdir
banner
banner