Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 26. maí 2020 11:53
Elvar Geir Magnússon
Zlatan frá í mánuð - Ekki eins alvarlegt og óttast var
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic.
Mynd: Getty Images
Meiðsli Zlatan Ibrahimovic eru ekki eins alvarleg og óttast var. Þessi reynslumikli sóknarmaður AC Milan meiddist á kálfa á æfingu.

Zlatan er 38 ára og óttast var að meiðslin væru það slæm að ferli hans væri mögulega lokið.

Zlatan fór í skoðun í morgun og segir Sky Sport Italia að búist sé við því að hann verði frá í mánuð. Hann á að fara í aðra skoðun eftir tíu daga.

Ef allt fer á besta veg þá getur Zlatan hjálpað Milan í lokaleikjum tímabilsins en enn er óljóst hvenær ítalska A-deildin getur farið aftur af stað. AC Milan er í sjöunda sæti ítölsku A-deildarinnar.

Samningur Zlatan rennur út eftir tímabilið og er talinn möguleiki á að hann leggi skóna á hilluna að því loknu. Hann hefur einnig verið orðaður við sænska félagið Hammarby.

Zlatan á hlut í Hammarby og æfði með félaginu þegar kórónaveirufaraldurinn breiddist um Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner