Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 26. maí 2022 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Real Madrid undirbýr risatilboð í Leao
Rafael Leao
Rafael Leao
Mynd: EPA
Spænska félagið Real Madrid undirbýr 120 milljón evra tilboð í portúgalska sóknarmanninn Rafael Leao en hann kæmi til félagsins í stað Kylian Mbappe sem ákvað að vera áfram hjá Paris Saint-Germain.

Leao, sem er 22 ára, var valinn besti leikmaður tímabilsins í Seríu A á dögunum en hann hjálpaði Milan að vinna fyrsta titilinn í ellefu ár með því að leggja upp öll þrjú mörkin í sigri á Sassuolo.

Portúgalski framherjinn skoraði ellefu mörk og lagði upp önnur tíu í deildinni en hann gæti verið á förum í sumar.

Gazzetta dello Sport greinir frá því að spænska félagið Real Madrid sé að undirbúa 120 milljón evra tilboð í Leao en hann á að koma í stað Kylian Mbappe sem hafnaði því að ganga til liðs við félagið á síðustu stundu.

Milan vill ekki selja þeirra besta leikmann og vonast til að framlengja samning hans til 2026. Leao er með 150 milljón evra riftunarákvæði í samningnum en ekki er víst hvort Real Madrid sé tilbúið að punga út þeirri upphæð fyrir leikmanninn.
Athugasemdir
banner
banner
banner