Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 26. maí 2022 00:29
Brynjar Ingi Erluson
„Tel að liðið sem við stilltum upp eigi að vera fyllilega nógu gott til að vinna Njarðvík"
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík tapaði óvænt fyrir NJarðvík í nágrannaslag
Keflavík tapaði óvænt fyrir NJarðvík í nágrannaslag
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var vonsvikinn eftir 4-1 tapið gegn Njarðvík í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  4 Njarðvík

Njarðvíkingar mættu af miklum krafti inn í leikinn og komust yfir snemma leiks áður en Magnús Þórir Matthíasson bætti við öðru.

Keflvíkingar minnkuðu muninn úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks en svo komust Njarðvíkingar í 3-1 með stórfurðulegu marki eftir dómarakast.

Oumar Diouck rak svo síðasta naglann í kistu Keflvíkinga og uppskar liðið sigur í nágrannaslag.

„Já, gríðarleg vonbrigði. Það var mjög margt sem fór úrskeiðis í leiknum. Fáum á okkur mark strax í byrjun og virkuðum ekki alveg tilbúnir í baráttuna sem Njarðvík sýndi og þeir fengu blóð á tennurnar og aukið sjálfstraust við það."

„Við gefum þeim ótrúlega ódýr mörk. Eitt markið kom að leikmaðurinn okkar flýgur á hausinn í dómarakasti á miðjum vellinum og þeir bruna upp og skora. Ég hef ekki séð svona mark."

„Við eigum skalla í stöng, bjarga á línu og markvörðurinn þeirra átti góðan dag. Varnarleikurinn var fínn hjá Njarðvík og baráttan góð og við náðum ekki að brjóta þá niður því miður. Það breytir ekki bikarnum hvort þú tapar 2-1, 3-1 eða 4-1. Við vorum að reyna fannst mér en það vantaði meiri gæði og vantaði slatta af leikmönnum hjá okkur í dag sem eru í meiðslum því miður og hefði verið gott að hafa en það á ekki að vera afsökun. Við eigum að gera betur og ég tel að liðið sem við stilltum upp eigi að vera fyllilega nógu gott til að vinna Njarðvík, svo það sé á hreinu. Það eru mikil vonbrigði,"
sagði Sigurður Ragnar við Fótbolta.net.

Hann segir að það hafi verið erfitt að brjóta liðið niður og að liðið þurfi að læra af þessum leik.

„Það er erfitt að brjóta lið niður sem er fyrst og fremst að hugsa um varnarleikinn og eru með ellefu menn á bakvið boltann. Þeir voru þéttir og eru góðir í því. Hafa spilað vel í ár og eru með hörkulið en samt eigum við að vera betur þeir en við vorum það ekki í dag. Við þurfum að læra af því og gera betur," sagði hann ennfremur en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner