Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Eyþór: Talað um báða titlana frá fyrsta samtali
   fim 26. maí 2022 00:29
Brynjar Ingi Erluson
„Tel að liðið sem við stilltum upp eigi að vera fyllilega nógu gott til að vinna Njarðvík"
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík tapaði óvænt fyrir NJarðvík í nágrannaslag
Keflavík tapaði óvænt fyrir NJarðvík í nágrannaslag
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var vonsvikinn eftir 4-1 tapið gegn Njarðvík í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  4 Njarðvík

Njarðvíkingar mættu af miklum krafti inn í leikinn og komust yfir snemma leiks áður en Magnús Þórir Matthíasson bætti við öðru.

Keflvíkingar minnkuðu muninn úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks en svo komust Njarðvíkingar í 3-1 með stórfurðulegu marki eftir dómarakast.

Oumar Diouck rak svo síðasta naglann í kistu Keflvíkinga og uppskar liðið sigur í nágrannaslag.

„Já, gríðarleg vonbrigði. Það var mjög margt sem fór úrskeiðis í leiknum. Fáum á okkur mark strax í byrjun og virkuðum ekki alveg tilbúnir í baráttuna sem Njarðvík sýndi og þeir fengu blóð á tennurnar og aukið sjálfstraust við það."

„Við gefum þeim ótrúlega ódýr mörk. Eitt markið kom að leikmaðurinn okkar flýgur á hausinn í dómarakasti á miðjum vellinum og þeir bruna upp og skora. Ég hef ekki séð svona mark."

„Við eigum skalla í stöng, bjarga á línu og markvörðurinn þeirra átti góðan dag. Varnarleikurinn var fínn hjá Njarðvík og baráttan góð og við náðum ekki að brjóta þá niður því miður. Það breytir ekki bikarnum hvort þú tapar 2-1, 3-1 eða 4-1. Við vorum að reyna fannst mér en það vantaði meiri gæði og vantaði slatta af leikmönnum hjá okkur í dag sem eru í meiðslum því miður og hefði verið gott að hafa en það á ekki að vera afsökun. Við eigum að gera betur og ég tel að liðið sem við stilltum upp eigi að vera fyllilega nógu gott til að vinna Njarðvík, svo það sé á hreinu. Það eru mikil vonbrigði,"
sagði Sigurður Ragnar við Fótbolta.net.

Hann segir að það hafi verið erfitt að brjóta liðið niður og að liðið þurfi að læra af þessum leik.

„Það er erfitt að brjóta lið niður sem er fyrst og fremst að hugsa um varnarleikinn og eru með ellefu menn á bakvið boltann. Þeir voru þéttir og eru góðir í því. Hafa spilað vel í ár og eru með hörkulið en samt eigum við að vera betur þeir en við vorum það ekki í dag. Við þurfum að læra af því og gera betur," sagði hann ennfremur en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner