Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
banner
   fös 26. maí 2023 22:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Klopp: Ég mun skutla þeim sjálfur ef þeir vilja fara
Mynd: Getty Images

Liverpool mun ekki spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og eru leikmenn og stuðningsmenn liðsins ekki sáttir með það.


Mohamed Salah skrifaði á samfélagsmiðlum á dögunum að árangurinn á þessu tímabili væri óafsakanlegur en einhverjir urðu smeykir um að hann vildi fara frá félaginu til að spila í Meistaradeildinni.

„Ég hef engar áhyggjur. Salah elskar að vera hérna. Hann var að afsaka það sem við gerðum, ekki það sem hinir gerðu, hann var hluti af liðinu. Það er allt í góðu lagi," sagði Klopp.

„Ef það kemur leikmaður til mín og segir: Við komumst ekki í Meistaradeildina, ég verð að fara. Þá mun ég skutla honum sjálfur í annað félag. Ég myndi taka lyklana og segja: Komdu í bílinn, hvert viltu fara, ég skal skutla þér."


Athugasemdir
banner