Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
   þri 26. júní 2018 22:08
Elvar Geir Magnússon
Aron segir sannleikann um meiðslin: Ertu bilaður?
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum stoltir af frammistöðunni en þetta var samt erfitt og erfitt að taka þessu. Svona er fótboltinn stundum, kassinn út - við getum borið höfuðið hátt," sagði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson eftir að Ísland féll úr leik á HM í kvöld.

Aron segir að strákarnir hafi fengið fréttir um leið og Argentína komst 2-1 yfir gegn Nígeríu. Staðan í leik okkar stráka á þeim tíma var 1-1. Ísland hefði þurft eitt mark í viðbót til þess að komast í 16-liða úrslitin en það varð ekki af því.

„Við þurftum að skora og fórum í þriggja manna vörn, ætluðum að bæta aðeins í. Við fengum allavega færi, þetta var gamli góði handboltaleikurinn. Við skildum allt eftir á vellinum, ég vona að Íslendingar séu stoltir af okkur. Að vera í séns á að komast í 16-liða úrslit, ég bjóst ekki við því miðað við riðilinn sem við vorum í."

„Svekkelsi er það sem er efst í huga, það er orðið yfir þetta. Það er svo mikil trú í þessum hóp, við vissum að við værum að fara að spila gegn sterku Króatíuliði í dag en höfðum trú á því að við myndum vinna þá. Við erum svekktir að hafa ekki náð lengra okkur langar ekki heim," sagði Aron Einar.

Var ekki heill heilsu
Aron Einar var meiddur fyrir mót og hefði líklega ekki spilað ef þetta væri ekki Heimsmeistaramótið og íslenska landsliðið.

„Ertu bilaður?" spurði Aron fréttamann er hann var spurður að því hvort hann væri heill heilsu. „Ég var aldrei "match-fit", "fake it till you make it", þetta var þannig dæmi hjá mér. En mér leið inn á vellinum, ég vissi að hugurinn, hausinn og adrenalínið myndi koma mér í gegnum þessa leik. Það dró á mér, ég vissi það sjálfur að það myndi vera þannig á síðustu mínútunum. En ég er virkilega ánægður að hafa náð sérstaklega 90 mínútum í dag. Mér fannst ég komast í betra form með hverri mínútu sem leið."

„Aðdragandi mótsins var erfiður, óvissan en ég er ánægður með allt sem gekk á. Að vera í þessari stöðu að hugsa um að ná ekki HM, það var erfið staða og maður var neikvæður á tímum. En ég trúði að ég myndi ég ná þessu."

„Ég er stoltur að hafa tekið þátt en svekktur að hafa ekki náð lengra. Hugurinn er kominn á EM," sagði Aron að lokum. „Við tökum kannski 2-3 bjóra í kvöld en svo er undirbúningur fyrir Þjóðadeildina og svo ætlum klárlega að fara á EM."

„Að vera á stórmóti er besta upplifun í heimi fyrir kannski utan að eignast börn."

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner