lau 02.ágú 2025 12:00 Mynd: EPA |
|

Spáin fyrir enska: 12. sæti
Það styttist heldur betur í það að þjóðaríþrótt Íslendinga, enska úrvalsdeildin, fari aftur af stað. Líkt og síðustu ár, þá munum við kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net.
Í tólfta sætinu er Everton sem er að ganga í gegnum nýja tíma á komandi keppnistímabili.
Everton fer inn í tímabilið með nýjar vonir og nýtt upphaf. Stuttu eftir að Friedkin Group kláraði yfirtöku á eignarhaldi félagsins þá hefur Everton núna flutt sig yfir á nýjan og glæsilegan heimavöll, Hill Dickinson leikvanginn við Bramley-Moore Dock í Liverpool. Nýi leikvangurinn er hannaður með nútímalega upplifun í huga og gæti aukið tekjur félagsins verulega. Á sama tíma hefur félagið farið í umskipti á bak við tjöldin með komu nýs forstjóra, Angus Kinnear, og Nick Cox, sem er tekinn við sem yfirmaður fótboltamála hjá félaginu. Auk þess sem fyrirliði liðsins, Seamus Coleman, skrifaði undir nýjan samning og heldur áfram að gegna mikilvægu hlutverki innan sem utan vallar.
Á vellinum eru áskoranirnar miklar fyrir Everton. David Moyes sneri aftur til félagsins í janúar á þessu ári og stýrði liðinu til 13. sætis í ensku úrvalsdeildinni, en nú þarf hann að endurbyggja hópinn. Mikill fjöldi leikmanna hefur yfirgefið félagið í sumar og það þarf svo sannarlega að breikka hópinn. Fjórir nýir leikmenn hafa bæst í hópinn til þessa: Adam Aznou frá Bayern München, Carlos Alcaraz frá Flamengo, framherjinn Thierno Barry frá Villarreal og markvörðurinn Mark Travers frá Bournemouth. En Moyes þarf enn að bæta við leikmönnum, sérstaklega í kantstöðum, í miðjuna og í bakvarðarstöður til að styrkja hópinn fyrir komandi átök. Moyes hefur talað um að tíminn sé að renna út og hefur hvatt félagið til að drífa sig að bæta við leikmönnum.
Framtíðin virðist þó björt hjá Everton ef rétt er haldið á spilunum. Saga Everton hefur einkennst af stórum markmiðum og miklum vonbrigðum síðustu ár, en vonandi eru hlutirnir að breytast fyrir stuðningsmenn þeirra bláklæddu. Félagið hefur tryggt sér áframhaldandi þjónustu miðvarðarins Jarrad Branthwaite með nýjum langtímasamningi en hann var orðaður við Real Madrid og Manchester United. Everton hefur einnig sýnt áhuga á að sækja leikmenn eins og Ainsley Maitland?Niles og Malick Fofana til að bæta gæðum við hópinn. Fyrsti leikur Everton á nýjum heimavelli fer fram 23. ágúst gegn Brighton og stuðningsmenn vonast til að liðið geti byggt upp sterkt gengi við nýjar og glæsilegar aðstæður.
Stjórinn: Eins og áður segir þá sneri David Moyes aftur til Everton í janúar á þessu ári, rúmum áratug eftir að hann yfirgaf félagið til að taka við Manchester United. Fyrsta verkefni Moyes í endurkomunni var að halda Everton uppi og tókst honum það örugglega. Með gríðarlegri reynslu og sterkum tengslum við félagið hefur hann strax haft áhrif á kúltúrinn innan liðsins; lagt áherslu á aga og skipulag og fengið leikmenn og stuðningsmenn til að trúa á verkefnið. Moyes stendur nú frammi fyrir stærri áskorun: Að byggja upp samkeppnishæfan hóp og nýta tækifærin sem nýi leikvangurinn býður upp á, með það að markmiði að færa Everton aftur upp stigann í ensku úrvalsdeildinni eins og hann gerði áður. Skotinn geðugi stýrði fyrst Everton frá 2002 til 2013 og var hann þá yfirleitt með liðið í efri hlutanum, þar sem Everton á að vera, og náði hann best fjórða sætinu. Það er eitthvað sem stuðningsmönnum Everton dreymir um að verði aftur að veruleika.
Leikmannaglugginn: Það fóru margir leikmenn frá Everton í sumar og þar á meðal sóknarmaðurinn Dominic Calvert-Lewin sem rann út á samningi. Everton hefur mikið reynt á markaðnum en í raun lítið að frétta. Félagið þarf fleiri leikmenn áður en tímabilið byrjar.
Komnir:
Thierno Barry frá Villarreal - 27 milljónir punda
Carlos Alcaraz frá Flamengo - 13 milljónir punda
Adam Aznou frá Bayern München - 8 milljónir punda
Mark Travers frá Bournemouth - 4 milljónir punda
Farnir:
Neal Maupay til Marseille - 4 milljónir punda
Asmir Begovic til Leicester - Á frjálsri sölu
João Virginia til Sporting Lissabon - Á frjálsri sölu
Ashley Young til Ipswich - Á frjálsri sölu
Mason Holgate til Al-Gharafa - Á frjálsri sölu
Dominic Calvert-Lewin - Samningur rann út
Armando Broja til Chelsea - Var á láni
Jack Harrison til Leeds - Var á láni
Jesper Lindstrøm til Napoli - Var á láni
Orel Mangala til Lyon - Var á láni
Abdoulaye Doucouré - Samningur rann út
Líklegt byrjunarlið

Þrír lykilmenn:
Jordan Pickford ver áfram mark Everton en hann var stórkostlegur á síðasta tímabili. Hann er byrjunarliðsmarkvörður enska landsliðsins og á deginum sínum getur hann verið einn besti markvörður deildarinnar. Hins vegar, þegar hann er ekki á deginum sínum, þá getur hann gert slæm mistök og verið klaufi - hann þarf að halda því í lágmarki.
Jarrad Branthwaite hefur vaxið í hlutverkinu sem lykilmaður í vörninni hjá Everton. Þrátt fyrir áhuga frá stórliðum eins og Manchester United hefur hann skrifað undir langtímasamning til 2030. Hann var valinn leikmaður ársins og ungi leikmaður ársins hjá Everton tímabilið 2023–24 og aftur í fyrra var hann valinn besti ungi leikmaðurinn hjá félaginu. Hann er burðarás í varnarlínu liðsins og getur orðið goðsögn í bláa hluta Liverpool borgar.
Iliman Ndiaye er virkilega skemmtilegur leikmaður eins og sást á síðasta tímabili. Hann kom til félagsins frá Marseille og skoraði níu mörk í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili, sem gerði hann að markahæsta leikmanni liðsins. Auk þess var hann einn öflugasti pressuleikmaður deildarinnar og er hann gríðarlega duglegur. Ndiaye er nú orðinn lykilmaður í liði Moyes og vonast er til að hann geti bætt við fleiri mörkum og stoðsendingum á nýju tímabili.
Fylgist með: Thierno Barry er gífurlega hávaxinn sóknarmaður sem kom til Everton frá Villarreal í sumar og er ætlað að leiða sóknarlínu Everton í vetur. Barry er 22 ára gamall og skoraði ellefu mörk í La Liga á síðasta tímabili. Hann hefur talað um Wayne Rooney og Romelu Lukaku sem hetjur sínar en það er músík í eyru stuðningsmanna Everton. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við Everton og verður mikil ógn í loftinu en hann vann ótrúlega mikið af skallaeinvígum í spænsku úrvalsdeildinni. Adam Aznou er þá vinstri bakvörður sem kemur frá Bayern, en hann er bara 19 ára gamall. Hann kemur upprunalega úr akademíu Barcelona og mun fá gott hlutverk hjá Everton á komandi keppnistímabili. Það verður þá spennandi að fylgjast með því hvað Everton gerir á leikmannamarkaðnum á næstu dögum; það er mikið talað um kantmanninn Malick Fofana og það væri mjög áhugavert ef hann myndi koma.
Besta og versta mögulega niðurstaða: Everton hefur aldrei fallið úr ensku úrvalsdeildinni og maður sér það ekki breytast á meðan David Moyes er að stýra þessu liði. Everton hefur nokkrum sinnum komist nálægt því á síðustu árum og liðið gæti alveg lent í einhverri baráttu á tímabilinu núna, en fall er ekki mjög líklegt. Að lenda í miðjumoði og blanda sér kannski í baráttu um efri hlutann er besta mögulega niðurstaðan fyrir Everton.
Þau sem spáðu: Anton Freyr Jónsson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Ívan Guðjón Baldursson, Kári Snorrason, Mate Dalmay, Snæbjört Pálsdóttir, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Sölvi Haraldsson.
Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni..
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. Everton, 97 stig
13. Fulham, 93 stig
14. West Ham, 92 stig
15. Bournemouth, 85 stig
16. Brentford, 79 stig
17. Leeds, 53 stig
18. Wolves, 50 stig
19. Sunderland, 33 stig
20. Burnley, 22 stig
Á vellinum eru áskoranirnar miklar fyrir Everton. David Moyes sneri aftur til félagsins í janúar á þessu ári og stýrði liðinu til 13. sætis í ensku úrvalsdeildinni, en nú þarf hann að endurbyggja hópinn. Mikill fjöldi leikmanna hefur yfirgefið félagið í sumar og það þarf svo sannarlega að breikka hópinn. Fjórir nýir leikmenn hafa bæst í hópinn til þessa: Adam Aznou frá Bayern München, Carlos Alcaraz frá Flamengo, framherjinn Thierno Barry frá Villarreal og markvörðurinn Mark Travers frá Bournemouth. En Moyes þarf enn að bæta við leikmönnum, sérstaklega í kantstöðum, í miðjuna og í bakvarðarstöður til að styrkja hópinn fyrir komandi átök. Moyes hefur talað um að tíminn sé að renna út og hefur hvatt félagið til að drífa sig að bæta við leikmönnum.
Framtíðin virðist þó björt hjá Everton ef rétt er haldið á spilunum. Saga Everton hefur einkennst af stórum markmiðum og miklum vonbrigðum síðustu ár, en vonandi eru hlutirnir að breytast fyrir stuðningsmenn þeirra bláklæddu. Félagið hefur tryggt sér áframhaldandi þjónustu miðvarðarins Jarrad Branthwaite með nýjum langtímasamningi en hann var orðaður við Real Madrid og Manchester United. Everton hefur einnig sýnt áhuga á að sækja leikmenn eins og Ainsley Maitland?Niles og Malick Fofana til að bæta gæðum við hópinn. Fyrsti leikur Everton á nýjum heimavelli fer fram 23. ágúst gegn Brighton og stuðningsmenn vonast til að liðið geti byggt upp sterkt gengi við nýjar og glæsilegar aðstæður.
Stjórinn: Eins og áður segir þá sneri David Moyes aftur til Everton í janúar á þessu ári, rúmum áratug eftir að hann yfirgaf félagið til að taka við Manchester United. Fyrsta verkefni Moyes í endurkomunni var að halda Everton uppi og tókst honum það örugglega. Með gríðarlegri reynslu og sterkum tengslum við félagið hefur hann strax haft áhrif á kúltúrinn innan liðsins; lagt áherslu á aga og skipulag og fengið leikmenn og stuðningsmenn til að trúa á verkefnið. Moyes stendur nú frammi fyrir stærri áskorun: Að byggja upp samkeppnishæfan hóp og nýta tækifærin sem nýi leikvangurinn býður upp á, með það að markmiði að færa Everton aftur upp stigann í ensku úrvalsdeildinni eins og hann gerði áður. Skotinn geðugi stýrði fyrst Everton frá 2002 til 2013 og var hann þá yfirleitt með liðið í efri hlutanum, þar sem Everton á að vera, og náði hann best fjórða sætinu. Það er eitthvað sem stuðningsmönnum Everton dreymir um að verði aftur að veruleika.
Leikmannaglugginn: Það fóru margir leikmenn frá Everton í sumar og þar á meðal sóknarmaðurinn Dominic Calvert-Lewin sem rann út á samningi. Everton hefur mikið reynt á markaðnum en í raun lítið að frétta. Félagið þarf fleiri leikmenn áður en tímabilið byrjar.
Komnir:
Thierno Barry frá Villarreal - 27 milljónir punda
Carlos Alcaraz frá Flamengo - 13 milljónir punda
Adam Aznou frá Bayern München - 8 milljónir punda
Mark Travers frá Bournemouth - 4 milljónir punda
Farnir:
Neal Maupay til Marseille - 4 milljónir punda
Asmir Begovic til Leicester - Á frjálsri sölu
João Virginia til Sporting Lissabon - Á frjálsri sölu
Ashley Young til Ipswich - Á frjálsri sölu
Mason Holgate til Al-Gharafa - Á frjálsri sölu
Dominic Calvert-Lewin - Samningur rann út
Armando Broja til Chelsea - Var á láni
Jack Harrison til Leeds - Var á láni
Jesper Lindstrøm til Napoli - Var á láni
Orel Mangala til Lyon - Var á láni
Abdoulaye Doucouré - Samningur rann út
Líklegt byrjunarlið

Þrír lykilmenn:
Jordan Pickford ver áfram mark Everton en hann var stórkostlegur á síðasta tímabili. Hann er byrjunarliðsmarkvörður enska landsliðsins og á deginum sínum getur hann verið einn besti markvörður deildarinnar. Hins vegar, þegar hann er ekki á deginum sínum, þá getur hann gert slæm mistök og verið klaufi - hann þarf að halda því í lágmarki.
Jarrad Branthwaite hefur vaxið í hlutverkinu sem lykilmaður í vörninni hjá Everton. Þrátt fyrir áhuga frá stórliðum eins og Manchester United hefur hann skrifað undir langtímasamning til 2030. Hann var valinn leikmaður ársins og ungi leikmaður ársins hjá Everton tímabilið 2023–24 og aftur í fyrra var hann valinn besti ungi leikmaðurinn hjá félaginu. Hann er burðarás í varnarlínu liðsins og getur orðið goðsögn í bláa hluta Liverpool borgar.
Iliman Ndiaye er virkilega skemmtilegur leikmaður eins og sást á síðasta tímabili. Hann kom til félagsins frá Marseille og skoraði níu mörk í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili, sem gerði hann að markahæsta leikmanni liðsins. Auk þess var hann einn öflugasti pressuleikmaður deildarinnar og er hann gríðarlega duglegur. Ndiaye er nú orðinn lykilmaður í liði Moyes og vonast er til að hann geti bætt við fleiri mörkum og stoðsendingum á nýju tímabili.
Fylgist með: Thierno Barry er gífurlega hávaxinn sóknarmaður sem kom til Everton frá Villarreal í sumar og er ætlað að leiða sóknarlínu Everton í vetur. Barry er 22 ára gamall og skoraði ellefu mörk í La Liga á síðasta tímabili. Hann hefur talað um Wayne Rooney og Romelu Lukaku sem hetjur sínar en það er músík í eyru stuðningsmanna Everton. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við Everton og verður mikil ógn í loftinu en hann vann ótrúlega mikið af skallaeinvígum í spænsku úrvalsdeildinni. Adam Aznou er þá vinstri bakvörður sem kemur frá Bayern, en hann er bara 19 ára gamall. Hann kemur upprunalega úr akademíu Barcelona og mun fá gott hlutverk hjá Everton á komandi keppnistímabili. Það verður þá spennandi að fylgjast með því hvað Everton gerir á leikmannamarkaðnum á næstu dögum; það er mikið talað um kantmanninn Malick Fofana og það væri mjög áhugavert ef hann myndi koma.
Besta og versta mögulega niðurstaða: Everton hefur aldrei fallið úr ensku úrvalsdeildinni og maður sér það ekki breytast á meðan David Moyes er að stýra þessu liði. Everton hefur nokkrum sinnum komist nálægt því á síðustu árum og liðið gæti alveg lent í einhverri baráttu á tímabilinu núna, en fall er ekki mjög líklegt. Að lenda í miðjumoði og blanda sér kannski í baráttu um efri hlutann er besta mögulega niðurstaðan fyrir Everton.
Þau sem spáðu: Anton Freyr Jónsson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Ívan Guðjón Baldursson, Kári Snorrason, Mate Dalmay, Snæbjört Pálsdóttir, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Sölvi Haraldsson.
Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni..
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. Everton, 97 stig
13. Fulham, 93 stig
14. West Ham, 92 stig
15. Bournemouth, 85 stig
16. Brentford, 79 stig
17. Leeds, 53 stig
18. Wolves, 50 stig
19. Sunderland, 33 stig
20. Burnley, 22 stig