
Í kvöld mætast Dalvík/Reynir og Þór í nágrannaslag á Dalvíkurvelli. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verða Dalvíkingar með hamborgara og drykki til sölu fyrir leik.
Fyrir leikinn eru Dalvíkingar í níunda sæti með sjö stig eftir átta leiki. Þórsarar eru í ellefta æti með sex stig eftir sjö leiki.
Fyrir leikinn eru Dalvíkingar í níunda sæti með sjö stig eftir átta leiki. Þórsarar eru í ellefta æti með sex stig eftir sjö leiki.
Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 1 - 3 Þór
D/R hefur ekki unnið leik síðan í 1. umferð þegar Eyjamenn komu í heimsókn 4. maí. Dalvíkingar eru taplausir á heimavelli sínum, hafa fengið þar sex af sjö stigum sínum í sumar.
Þórsarar unnu sinn eina sigur í deildinni í sumar gegn Aftureldingu þann 9. maí. Þór hefur einungis fengið tvö stig af tólf mögulegum á útivelli í sumar.
Amin Guerrero Touiki verður ekki með D/R í kvöld þar sem hann var úrskurðaður í tveggja leikja bann í síðustu viku og tekur út seinni leikinn í kvöld.
Liðin hafa ekki mæst í deildarkeppni en hafa þrívegis mæst í bikarnum síðustu ár. Þór vann einn af þeim leikjum en D/R hefur unnið síðustu tvo.
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍBV | 22 | 11 | 6 | 5 | 50 - 27 | +23 | 39 |
2. Keflavík | 22 | 10 | 8 | 4 | 37 - 24 | +13 | 38 |
3. Fjölnir | 22 | 10 | 7 | 5 | 34 - 28 | +6 | 37 |
4. Afturelding | 22 | 11 | 3 | 8 | 39 - 36 | +3 | 36 |
5. ÍR | 22 | 9 | 8 | 5 | 30 - 28 | +2 | 35 |
6. Njarðvík | 22 | 8 | 9 | 5 | 34 - 29 | +5 | 33 |
7. Þróttur R. | 22 | 8 | 6 | 8 | 37 - 31 | +6 | 30 |
8. Leiknir R. | 22 | 8 | 4 | 10 | 33 - 34 | -1 | 28 |
9. Grindavík | 22 | 6 | 8 | 8 | 40 - 46 | -6 | 26 |
10. Þór | 22 | 6 | 8 | 8 | 32 - 38 | -6 | 26 |
11. Grótta | 22 | 4 | 4 | 14 | 31 - 50 | -19 | 16 |
12. Dalvík/Reynir | 22 | 2 | 7 | 13 | 23 - 49 | -26 | 13 |
Athugasemdir