„Ég er virkilega sáttur með þetta. Þetta var flottur leikur af okkar hálfu. Við tókum stjórnina snemma í leiknum og létum ekki af hendi, " segir Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings
Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 - 1 Vestri
Víkingur leiddi snemma 2-0 eftir mörk Valdimars Þór Ingimundarsonar og Nikolaj Hansen.
„Alltaf gott að skora snemma. Stundum eiga lið til að slaka á og halda að þetta sé komið og þess vegna er mikilvægt að við héldum áfram að spila okkur leik, héldum tempóinu og létum boltann ganga. Við sættum okkur við að vera bara 2-0 yfir og héldum áfram að leita að þriðja markinu.
Valdimar Þór Ingimundarson átti góðan leik í dag og skoraði sitt fyrsta mark frá því í 2. umferð.
„Hann hefur sannarlega fengið tækifæri til þess að skora en stundum lenda menn í því að tómatsósan er stífluð en vonandi er hún búin að losna núna. Hann er duglegur að koma sér í færi og hann er hrikalega öflugur fyrir okkar lið.
Gunnar Vatnhamar og Gylfi Þór Sigurðsson voru báðir fjarri góðu gamni vegna meiðsla í leik dagsins.
„Það er stutt í þá. Það var ekki tekin áhætta með Gylfa í dag, það hefði verið hægt að láta hann spila en við erum með stóran og breiða hóp og menn eru tilbúnir að koma inn fyrir hvorn annan og ég sá því enga ástæðu til að taka áhættu með hann í þessum leik. Gunnar er byrjaður að æfa en það vantar aðeins uppá hjá honum."
Helgi Guðjónsson skoraði fjórða mark Víkinga en hann hefur verið orðaður við félagsskipti til Noregs.
„Ég veit ekkert um það. Mér finnst skiljanlegt að hann sé orðaður út. Hann er frábær leikmaður og þvílíkur vinnuhestur. Hann hefur staðið sig gríðarlega vel í sumar og það hefur kemur mér ekki á óvart að hann sé orðaður við önnur lið."
Athugasemdir