Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 26. september 2020 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Leicester ætlar að bjóða rúmar 30 milljónir í Tarkowski
Mynd: Getty Images
Sky Sports greinir frá því að Leicester City sé ekki enn búið að gefast upp á mögulegum félagaskiptum enska miðvarðarins James Tarkowski frá Burnley.

West Ham seldi kantmann sinn Grady Diangana til að fjármagna kaup á Tarkowski en hætti við skiptin þegar Burnley hafnaði rétt tæpu 30 milljón punda tilboði.

Burnley hafnaði einnig tilboði Leicester en þeir bláklæddu ætla ekki að gefast upp og eru enn í viðræðum. Sky heldur því fram að Leicester sé tilbúið til að fara yfir 30 milljón punda múrinn til að næla í Tarkowski.

Tarkowski verður 28 ára í nóvember og hefur spilað 143 leiki á fjórum árum hjá Burnley. Hann myndi berjast við Filip Benkovic og Jonny Evans um byrjunarliðssæti hjá Leicester.
Athugasemdir
banner
banner
banner