Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 26. september 2022 17:14
Elvar Geir Magnússon
České Budějovice
Davíð Snorri: Arnar velur sitt lið og við vinnum svo úr því
Davíð í Tékklandi í dag.
Davíð í Tékklandi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun þriðjudag verður seinni viðureign U21 landsliða Tékklands og Íslands í umspili fyrir lokakeppni Evrópumótsins. Tékkarnir eru í bílstjórasætinu eftir 2-1 sigur á Íslandi en okkar menn hafa fulla trú á því að þeir geti snúið dæminu við í České Budějovice.

Davíð Snorri Jónasson ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu í Tékklandi í dag og segir að allir þeir leikmenn sem séu í núna í hópnum séu klárir í slaginn fyrir morgundaginn.

Er búið að fara gaumgæfilega yfir þennan fyrri leik og hvað við getum gert betur frá honum?

„Já og eftir að hafa skoðað leikinn aftur þá er margt sem við gerðum flott í þessum leik. Leikurinn var nokkuð jafn. Það eru tvö atriði sóknarlega og eitt atriði varnarlega sem við ætlum að bæta við á morgun. Við erum búnir að fara yfir það," segir Davíð.

„Ég tel okkur vera með rosalega gott lið. Við erum með hungraða og efnilega stráka sem eiga framtíðina fyrir sér. Við ætlum að fara úr þessum leik á morgun sem sigurvegarar."

Umræða hefur verið um það hvort leikmenn á U21 aldri í A-landsliðinu hefðu átt að vera færðir í U21 liðið fyrir þennan leik. Var tekin umræða um það?

„Nei, við erum bara með mjög gott lið og lítum á það jákvæðum augum hvað íslenskur fótbolti er að gera flotta hluti. Við erum með mjög gott U21 landslið sem er komið 90 mínútum frá EM og svo erum við með leikmenn líka sem eru að spila hlutverk með A-landsliðinu. Það er það jákvæðasta í þessu."

Hvar lá þessi ákvörðun, hvort einhver úr A-landsliðinu færi niður?

„Það var ekki farið mjög djúpt í það. Arnar og A-landsliðið velja sitt lið og við vinnum svo úr því. Það hefur ekkert breyst frá því að við völdum hópana í byrjun," segir Davíð sem segist ekki hafa farið fram á það að fá einhverja úr A-hópnum.

Hann telur að íslenska liðið geti komið því tékkneska á óvart á morgun en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner