Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 26. október 2020 16:15
Magnús Már Einarsson
Isco gagnrýndi Zidane á bekknum hjá Real Madrid
Isco með boltann.
Isco með boltann.
Mynd: Getty Images
Spænska sjónvarpsstöðin Movistar hefur með hjálp varalesara komist að því að Isco kvartaði undan Zinedine Zidane, þjálfara Real Madrid, í leiknum gegn Barcelona um helgina.

Isco var ónotaður varamaður um helgina en hann hefur einungis byrjað tvo leiki í spænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Hann var tekinn af velli eftir 57 mínútur gegn Real Valladolid og eftir 45 mínútur gegn Cadiz.

„Ef Zidane þarf að taka mig af velli þá gerir hann það á 50. mínútu, 60. mínútu eða stundum í hálfleik. Ef hann setur mig inn á þá setur hann mig inn á 80. mínútu," sagði Isco á bekknum í leiknum um helgina.

Isco sagði þetta við liðsfélaga sína Luka Modric og Marcelo á bekknum en þeir hlógu að ummælum hans.
Athugasemdir
banner
banner