Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 26. nóvember 2022 14:50
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Frakklands og Danmerkur: Þrjár breytingar hjá Frökkum - Varane mættur
Mynd: Getty Images

Síðari leikur dagsins í D-riðli á HM í Katar fer fram klukkan 16 en þá er stórleikur á dagskrá þegar Frakkland og Danmörk mætast.


Staðan er í riðlinum er þannig að Frakkland og Ástralía eru með þrjú stig á meðan Danmörk og Túnis eru með eitt en Ástralir unnu 1-0 sigur á Túnis fyrr í dag.

Frakkland vann stórsigur á Ástralíu í fyrstu umferð en liðið lenti undir í leiknum. Danir voru bitlausir gegn Túnis í sínum fyrsta leik sem lauk með markalausu jafntefli.

Raphael Varane kemur inn í liðið hjá Frökkum ásamt Theo Hernandez og Jules Kounde.

Frakkland: Lloris; Koundé, Varane, Upamecano, Theo Hernández; Tchouaméni, Rabiot; Dembélé, Griezmann, Mbappé; Giroud.

Danmörk: Schmeichel; Andersen, Nelsson, Christensen; Kristensen, Hojbjerg, Eriksen, Maehle; Lindstrom, Cornelius, Damsgaard.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner