Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 27. febrúar 2020 23:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ole: Nýju strákarnir hafa komið með sjálfstraust í liðið
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, var gífurlega sáttur í leikslok eftir 5-0 sigur sinna manna gegn Club Brugge í kvöld.

United er komið í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar og hrósaði hann leik síns liðs í kvöld:

„Fótboltinn sem ég sá er það sem gladdi mig mest. Við byrjuðum vel og náðum góðum takti, mörkin voru góð," sagði Solskjær við BT Sport í kvöld.

Solskjær var spurður út í bættan leik sinna manna og þakkar Solskjær nýju leikmönnum sínum fyrir þann þátt. Bruno Fernandes hefur komið vel inn í United-liðið og þá skoraði Odion Ighalo eitt mark í kvöld.

„Við erum ekki að fá á okkur mörk sem er mikilvægt. Leikmenn eru borsandi og spila með mikið sjálfstraust. Nýju strákarnir hafa komið inn með það sjálfstraust," sagði Solskjær að lokum.

Sjá einnig:
Solskjær: Vissi ekki hvort ég yrði lifandi næst þegar Fred myndi skora
Athugasemdir
banner
banner
banner