Eins og sagt var frá í gær þá hefur Alphonso Davies, vinstri bakvörður Bayern München, náð munnlegu samkomulagi við Real Madrid.
Real Madrid vonast til að kaupa hann í sumar en ef það gengur ekki, þá mun félagið sækja hann á frjálsri sölu sumarið 2025.
Davies, sem er 23 ára gamall, er sagður mjög spenntur fyrir því að ganga í raðir spænska stórveldisins.
En þegar Davies fer til Real Madrid, hvað gerir Bayern þá? Daily Mail segir að Bayern sé að setja markið hátt og efstur á óskalistanum er Andy Robertson, bakvörður Liverpool.
Robertson gekk í raðir Liverpool frá Hull árið 2017 og hefur verið lykilmaður hjá liðinu síðan þá.
Robertson verður þrítugur í næsta mánuði en er samt sem áður efstur á óskalista Bayern. Félagið trúir því að Robertson gæti heillast af nýrri áskorun í sumar.
Athugasemdir