Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 27. mars 2020 13:58
Elvar Geir Magnússon
Klopp táraðist þegar hjúkrunarfólk söng
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segist hafa tárast þegar hann sá myndband af hjúkrunarfólki syngja You'll Never Walk Alone.

Klopp hefur veitt sitt fyrsta viðtal síðan ensku úrvalsdeildinni var frestað og í því segir hann að sín vandamál, eins og hvort Liverpool vinni deildina, séu kjánaleg miðað við vandamál heimsins.

Hann hrósar því fólki sem setur sjálft sig í hættu með því að aðstoða veikt fólk.

„Þetta er rosalegt. Í gær fékk ég sent myndband af fólki á sjúkrahúsi og þegar það byrjaði að syngja You'll Never Walk Alone þá fór ég að gráta. Þetta er ótrúlegt. Þetta fólk er með svo jákvæða hugsun," segir Klopp.

„Það er vant því að aðstoða annað fólk og ég dáist að því. Í framtíðinni, ef við getum horft til baka og sagt að þetta hafi verið sá tími þar sem heimurinn sýndi mestu samstöðuna, mestu ástina, vináttuna eða hvað sem er, þá væri það frábært."

Ensku úrvalsdeildinni hefur verið frestað og óvíst hvenær hún hefst aftur. Rætt hefur verið um að tímabilinu gæti mögulega verið aflýst.

„Það er svo mikið af fólki þarna úti sem eru að glíma við stór vandamál. Það er kjánalegt ef ég ætla að tala um mín vandamál," segir Kloppþ


Athugasemdir
banner
banner
banner