Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
   sun 27. apríl 2025 21:20
Sverrir Örn Einarsson
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Kvenaboltinn
Fanndís og Adda fagna saman
Fanndís og Adda fagna saman
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valskonur báru 3-0 sigurorð af liði Þór/KA á N1-vellinum fyrr í dag þar sem liðin mættust í þriðju umferð Bestu deildar kvenna. Eftir heldur tíðindalítin fyrri hálfleik mætti Valur mun ákveðnari til leiks í þeim síðari og uppskar að lokum 3-0 sigur eins og fyrr segir. Reynsluboltinn Fanndís Friðriksdóttir kom þar mikið við sögu og var til viðtals við Fótbolta.net að leik loknum. Aðspurð hvað hefði breyst á milli fyrri og síðari hálfleiks svaraði hún.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 Þór/KA

„Við breyttum því bara aðeins að vera aðgangsharðari á síðasta þriðjungi vallarinns og lögðum mikla áherslu á að klára hlaupin okkar af krafti. Mér fannst það ganga hrikalega vel í seinni hálfleik. Ekki það við fengum færi í fyrri hálfleik sem við hefðum auðvitað átt að klára en bara frábært að klára þetta í seinni hálfleik sannfærandi.“

Fanndís lék lykilhlutverk í öllum mörkum Vals í dag. Átti fyrst fyrirgjöf sem leiddi af sér vítaspyrnu, lagði upp annað markið og skoraði loks það þriðja sjálf. Nokkuð gott dagsverk það.

„Ég er þokkalega sátt, þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur vinkonu mína og þetta var allt fyrir hana. “

Sagði Fanndís en Adda eins og Ásgerður er alla jafna kölluð og er fyrrum þjálfari og samherji Fanndísar í Val var spámaður umferðarinnar hér á Fótbolti.net og spáði sigri Vals auk þess sem hún spáði því að Fanndís myndi skora.

Sigurinn setur Valsliðið á topp deildarinnar þar sem liðið situr með sjö stig. Er það á pari við væntingar liðsins fyrir mót?

„Þetta er bara fínt, við erum ekkert að pæla í hvar liðið er við erum bara að horfa fram á veginn og halda áfram. Við erum því bara þokkalega sáttar.“

Sagði Fanndís en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner