Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mán 27. maí 2024 21:14
Brynjar Ingi Erluson
2. deild: Björn Axel bjargaði stigi fyrir Víkinga
Björn Axel náði í sterkt jöfnunarmark fyrir Ólafsvíkinga
Björn Axel náði í sterkt jöfnunarmark fyrir Ólafsvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ó. 2 - 2 Selfoss
1-0 Luis Alberto Diez Ocerin ('17 )
1-1 Jón Vignir Pétursson ('54 , Mark úr víti)
1-2 Jón Vignir Pétursson ('58 )
2-2 Björn Axel Guðjónsson ('88 )

Víkingur Ó. og Selfoss gerðu 2-2 jafntefli í 2. deild karla á Ólafsvíkurvelli í kvöld.

Luis Alberto Diez Ocerin skoraði fyrir Víking á 17. mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins.

Í þeim síðari var það Jón Vignir Pétursson sem sá um að snúa við taflinu fyrir Selfyssinga með tveimur mörkum á fjórum mínútum, en fyrra markið skoraði hann af vítapunktinum.

Bæði lið voru taplaus fyrir leikinn og voru Víkingar ákveðnir í að halda því áfram. Björn Axel Guðjónsson gerði jöfnunarmark heimamanna þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og lokatölur því 2-2.

Selfoss er á toppnum með 10 stig en Víkingur með 8 stig í öðru sæti.
2. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Selfoss 7 6 1 0 17 - 6 +11 19
2.    Víkingur Ó. 7 4 3 0 15 - 5 +10 15
3.    Völsungur 7 4 1 2 16 - 9 +7 13
4.    KFA 7 4 1 2 19 - 15 +4 13
5.    Ægir 7 3 3 1 13 - 8 +5 12
6.    Þróttur V. 7 3 1 3 8 - 13 -5 10
7.    Höttur/Huginn 7 2 3 2 14 - 16 -2 9
8.    Kormákur/Hvöt 7 2 2 3 7 - 8 -1 8
9.    Haukar 7 2 2 3 9 - 11 -2 8
10.    Reynir S. 7 1 1 5 8 - 21 -13 4
11.    KFG 7 1 0 6 6 - 10 -4 3
12.    KF 7 1 0 6 7 - 17 -10 3
Athugasemdir
banner
banner