Solskjær, Alonso, Tel, Reijnders, Kimmich, Zaniolo, Watkins og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
Árni Guðna: Maður fékk tilfinninguna að það væri annað mark í þessu
Óliver Elís skoraði í dramatískum leik: Við fórum bara í eitthvað survival mode
Árni Guðna eftir sigurleik: Þurfum að sýna að við eigum erindi í þessi lið
Guðjón Máni skoraði tvö gegn Þrótti: Áttum seinni hálfleikinn
Úlfur: Höfum ekki bolmagn til að borga morðfjár í laun
Aron Snær: Bannaði orðin varamarkvörður og samkeppni
Ánægður með síðasta ár - „Alltaf talað um hann en þróunin var góð"
Arnar Gunnlaugs: Kærum ekki á meðan ég er við stjórnvölinn
Benoný um Gautaborg: Get ekki farið í smáatriði en þetta var ekki málið
Gregg: Við hringdum í KSÍ í morgun og þau sögðu þetta vera í lagi
Mætt í Meistaradeildina - Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar snýr aftur
Upplifir drauminn í sumar - „Mjög erfitt að segja nei við FCK"
Jóhann Birnir: Félag sem ætti frekar að verja að berjast um að komast í efstu deild
Ber sterkar taugar til FH en samdi við Val - „Maður þarf stundum að vera smá eigingjarn"
Birgir Steinn: KR getur farið alla leið
Arnór Gauti: Vil sanna mig á stærra sviði og reyna að komast út
Alex: KR er stærsti klúbburinn
Gunnar valdi FCK fram yfir önnur stór félög - „Elskaði þetta strax eftir fyrstu æfingu"
Jakob Franz: Valur sýndi meiri áhuga en KR
Jasmín Erla: Sagði Stjörnunni strax eftir tímabil að ég væri til í breytingu
banner
   fim 27. júní 2019 22:09
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Vorum að spila við besta lið Íslands í dag
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Njarðvíkingar eru úr leik.
Njarðvíkingar eru úr leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar heimsóttu heimamenn í KR á Meistaravöllum í kvöld í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla. KR átti ekki í teljandi vandræðum með Njarðvíkingana og fóru að lokum með nokkuð þægilegan sigur af hólmi. Síðasta liðið úr Inkasso-deildinni sem eftir var í keppninni er úr leik.

Lestu um leikinn: KR 3 -  0 Njarðvík

„Fyrst og síðast er ég bara gríðarlega stoltur af strákunum fyrir framistöðuna í dag, við lögðum leikinn bara vel upp og það gekk svo sem ágætlega upp þrátt fyrir að við höfum tapað," sagði Rafn Markús Vilbergsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir leik sinna manna í kvöld.

„Við vorum þéttir og við sköpuðum nóg af færum til þess að skora, við fengum fyrstu 2-3 dauðafærin í leiknum til þess að setja mark og það hefði verið skemmtilegt að sjá hvernig þeir hefðu brugðist við því. En mark eftir klafs í teig og gott skot þarna í marki tvö og við erum 2-0 undir í hálfleik, en við fáum svo aftur á móti gott færi í byrjun seinni sem hefði getað breytt þá leiknum og sett smá pressu á þá en þriðja markið drepur þetta hjá þeim í lokin."

„Planið var einfaldlega það að koma sterkir inn í þennan leik með þétt lið, vinna saman og loka svæðum, loka líka á þeirra bakverði sem koma upp og loka þeirra spili og vera þéttir bara. Það gekk ágætlega upp og sækja hratt, þetta er kannski sá leikur sem við höfum verið að spila síðustu ár en aðeins misst taktinn úr síðustu vikur og þetta er vonandi eitthvað sem við náum að nota áfram úr þessum leik inn í Gróttu og Víking Ólafsvík."

Njarðvíkingar hafa verið að missa dampinn svolítið eftir flotta byrjun í sumar en þeir höfðu fyrir þennan leik tapað síðstu 5 leikjum í röð, var ekkert erfitt að peppa liðið eftir síðustu vikur?

„„Nei það var ekkert mál, það var bara þannig að menn voru spenntir að koma hingað og sýna sig á góðum velli og aðstæðan til fyrirmyndar og völlurinn góður, reynar vel blautur en við vorum að spila vel og vorum duglegir og vorum alltaf að berjast þannig við vorum sáttir."

Njarðvíkingar komust alla leið í 8-liða úrslit og ganga með höfuð hátt frá keppninni í ár.

„Við vorum að spila við besta lið Íslands í dag og að koma hingað og spila í 8-liða úrslitum í fyrsta skipti í sögu félagsins er nátturlega mjög sterkt og það er eitthvað sem við viljum gera aftur, gaman að komast lengra en fyrir okkur líka að við berum höfuð hátt eftir að hafa tapað, við ætluðum okkur að vera þéttir og vinna saman og gerðum það, er frekar ósáttur við mark eitt og þrjú en í heildina erum við ágætlega sáttir."

Nánar var rætt við Rafn Markús í myndskeiðinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner