Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   sun 27. október 2024 21:23
Haraldur Örn Haraldsson
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Vá, ég hef allt að segja og ekkert að segja. Ég er einhvernvegin að reyna að láta þetta síast inn, ég er ekki alveg að trúa þessu." Sagði Kristinn Steindórsson leikmaður Breiðabliks eftir að liðið hans vann Víkinga 3-0 í kvöld og urðu þar af leiðandi Íslandsmeistarar.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

„Ég var bara byrjaður að hugsa þegar það var komið 96 á klukkuna að bíða eftir að þeir myndu flauta. Svo er maður bara einhvernvegin að reyna að átta sig á þessu."

Breiðablik var betra liðið allan leikinn sem endurspeglaðist í úrslitunum. Þeir voru greinilega klárir í þennan leik.

„Við gerðum þetta bara með því að spila eins og við höfum verið að gera. Við erum búnir að vera lang heitasta liðið síðan einhvertíman um mitt sumar. Við erum búnir að vera á skriði og við vissum að við þurftum að sækja þetta. Það var bara gott að þurfa ekki jafntefli eða neitt, gott að þurfa að sækja hlutina, og við gerðum það svo sannarlega í dag."

Víkingum nægði jafntefli í þessum leik en Breiðablik þurfti sigurinn til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn og það tókst.

„Þeir voru með eitthvað sem þeir voru að reyna að verja. Við vörðum ekki neitt og höfðum bara viljan til að reyna að sækja þetta og þá settum við bara allt á borðið. Þetta var rugluð frammistaða í svona leik, þar sem það var allt á móti okkur. Við fengum enga miða, við erum alltaf vondi kallinn en stundum þarf vondi kallinn að sigra."

Breiðablik var úthlutað 250 miðum á leikinn en restin af þeim 2500 sem mættu leikinn voru Víkingar. Það var samt ekki að heyra því Breiðablik tók yfir stúkuna og það heyrðist mest í þeim.

„Þeir voru geggjaðir, og við þurfum bara svona stuðning oftar. Það var tryllt að hafa þá hérna fyrir utan. Þetta var bara sturlað."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner