Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
banner
   sun 27. október 2024 21:23
Haraldur Örn Haraldsson
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Vá, ég hef allt að segja og ekkert að segja. Ég er einhvernvegin að reyna að láta þetta síast inn, ég er ekki alveg að trúa þessu." Sagði Kristinn Steindórsson leikmaður Breiðabliks eftir að liðið hans vann Víkinga 3-0 í kvöld og urðu þar af leiðandi Íslandsmeistarar.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

„Ég var bara byrjaður að hugsa þegar það var komið 96 á klukkuna að bíða eftir að þeir myndu flauta. Svo er maður bara einhvernvegin að reyna að átta sig á þessu."

Breiðablik var betra liðið allan leikinn sem endurspeglaðist í úrslitunum. Þeir voru greinilega klárir í þennan leik.

„Við gerðum þetta bara með því að spila eins og við höfum verið að gera. Við erum búnir að vera lang heitasta liðið síðan einhvertíman um mitt sumar. Við erum búnir að vera á skriði og við vissum að við þurftum að sækja þetta. Það var bara gott að þurfa ekki jafntefli eða neitt, gott að þurfa að sækja hlutina, og við gerðum það svo sannarlega í dag."

Víkingum nægði jafntefli í þessum leik en Breiðablik þurfti sigurinn til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn og það tókst.

„Þeir voru með eitthvað sem þeir voru að reyna að verja. Við vörðum ekki neitt og höfðum bara viljan til að reyna að sækja þetta og þá settum við bara allt á borðið. Þetta var rugluð frammistaða í svona leik, þar sem það var allt á móti okkur. Við fengum enga miða, við erum alltaf vondi kallinn en stundum þarf vondi kallinn að sigra."

Breiðablik var úthlutað 250 miðum á leikinn en restin af þeim 2500 sem mættu leikinn voru Víkingar. Það var samt ekki að heyra því Breiðablik tók yfir stúkuna og það heyrðist mest í þeim.

„Þeir voru geggjaðir, og við þurfum bara svona stuðning oftar. Það var tryllt að hafa þá hérna fyrir utan. Þetta var bara sturlað."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner