Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   sun 27. október 2024 21:23
Haraldur Örn Haraldsson
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Vá, ég hef allt að segja og ekkert að segja. Ég er einhvernvegin að reyna að láta þetta síast inn, ég er ekki alveg að trúa þessu." Sagði Kristinn Steindórsson leikmaður Breiðabliks eftir að liðið hans vann Víkinga 3-0 í kvöld og urðu þar af leiðandi Íslandsmeistarar.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

„Ég var bara byrjaður að hugsa þegar það var komið 96 á klukkuna að bíða eftir að þeir myndu flauta. Svo er maður bara einhvernvegin að reyna að átta sig á þessu."

Breiðablik var betra liðið allan leikinn sem endurspeglaðist í úrslitunum. Þeir voru greinilega klárir í þennan leik.

„Við gerðum þetta bara með því að spila eins og við höfum verið að gera. Við erum búnir að vera lang heitasta liðið síðan einhvertíman um mitt sumar. Við erum búnir að vera á skriði og við vissum að við þurftum að sækja þetta. Það var bara gott að þurfa ekki jafntefli eða neitt, gott að þurfa að sækja hlutina, og við gerðum það svo sannarlega í dag."

Víkingum nægði jafntefli í þessum leik en Breiðablik þurfti sigurinn til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn og það tókst.

„Þeir voru með eitthvað sem þeir voru að reyna að verja. Við vörðum ekki neitt og höfðum bara viljan til að reyna að sækja þetta og þá settum við bara allt á borðið. Þetta var rugluð frammistaða í svona leik, þar sem það var allt á móti okkur. Við fengum enga miða, við erum alltaf vondi kallinn en stundum þarf vondi kallinn að sigra."

Breiðablik var úthlutað 250 miðum á leikinn en restin af þeim 2500 sem mættu leikinn voru Víkingar. Það var samt ekki að heyra því Breiðablik tók yfir stúkuna og það heyrðist mest í þeim.

„Þeir voru geggjaðir, og við þurfum bara svona stuðning oftar. Það var tryllt að hafa þá hérna fyrir utan. Þetta var bara sturlað."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner