Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 27. desember 2021 23:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Kom mér á óvart að þeir vildu ekki koma með tilboð"
Sætinu í efstu deild fagnað
Sætinu í efstu deild fagnað
Mynd: Helsingborg
Andreas Granqvist
Andreas Granqvist
Mynd: Getty Images
Böðvar Böðvarsson samdi við sænska félagið Helsingborg fyrir tímabilið sem lauk nú í desember. Böðvar hafði fyrir það spilað með Jagiellonia í Póllandi en FH-ingurinn hefur nú verið fjögur tímabil í atvinnumennsku.

Böðvar er 26 ára vinstri bakvörður sem lék stórt hlutverk hjá Helsingborg á tímabilinu. Hann hefur ekki fengið samningstilboð frá félaginu en það er þó ekki útilokað að hann fylgi liðinu upp úr næsteftu deild upp í Allsvenskuna. Helsingborg komst upp í efstu deild eftir dramatískar lokamínútur í umspilsleik um sæti í deildinni.

Fótbolti.net ræddi við Bödda í dag. „Mín mál standa þannig að ég er bara að skoða í kringum mig og félagið líka," sagði Böddi.

„Það er ennþá möguleiki að ég verði þarna áfram, ég tel það ólíklegt en við sjáum bara hvað gerist."

Hvernig var að heyra að þú fékkst ekki strax samningsboð frá félaginu?

„Það kom mér að minnsta kosti á óvart að þeir vildu ekki koma með tilboð strax en skiljanlegt á sama tíma að þeir vilji skoða í kringum sig og sjá hvað hvað annað er í boði. Það er bara partur af þessu," sagði Böddi.

Hann var í byrjunarliði Helsinborg í 27 af 30 leikjum liðsins í deildinni, hann missti einungis af leikjum vegna leikbanns. Einungis þrisvar var hann tekinn af velli fyrir 90. mínútu. Böddi lagði upp tvö mörk á tímabilinu.

Andreas Granqvist, fyrrum leikmaður Helsinborg, samherji Böðvars fyrri hluta tímabilsins og fyrirliði sænska landsliðsins, er yfirmaður íþróttamála hjá félaginu.

„Böddi spilaði 30 leiki á þessu ári og hefur verið mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Við höfum ekki tekið 100% ákvörðun en hann hefur ekki fengið nýtt tilboð frá okkur. Það þýðir að honum er frjálst að semja við annað félag„" sagði Granqvist fyrr í þessum mánuði.
Athugasemdir
banner
banner