Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 28. febrúar 2024 19:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Chelsea lenti undir eftir slæm mistök - Jackson jafnaði metin
Moises Caicedo átti sinn þátt í báðum mörkunum
Moises Caicedo átti sinn þátt í báðum mörkunum
Mynd: EPA

Chelsea er í vandræðum gegn Leeds í enska bikarnum en liðið er lent undir snemma leiks.


Chelsea tapaði í úrslitum deildabikarsins gegn Liverpool um helgina og vill væntanlega gera betur í enska bikarnum en það byrjar ekki vel í kvöld.

Axel Disasi fékk boltann í teignum og ætlaði að senda á Moises Caicedo en Leeds var með háa pressu og náði boltanum. Boltinn endaði hjá Mateo Joseph sem skoraði.

Chelsea var hins vegar ekki lengi að bæta upp fyrir þetta og Nicolas Jackson jafnaði metin eftir stundarfjórðung. Hann fékk góða sendingu frá Caicedo innfyrir vörn Leeds og skoraði af miklu öryggi.

Markið hjá Joseph
Markið hjá Jackson


Athugasemdir
banner
banner
banner