Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
   sun 28. maí 2017 20:37
Elvar Geir Magnússon
Ejub: Sagði í klefanum að svona kafli væri ekki í boði
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Ejub Purisevic og lærisveinar hans í Víkingi Ólafsvík fóru tómhentir heim úr Kópavoginum í kvöld. Blikar komust í 2-0 í leiknum og Ólsarar minnkuðu muninn fyrir hálfleik. Gestirnir náðu þó ekki mikið að opna heimamenn í seinni hálfleiknum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Víkingur Ó.

„Mér fannst við byrja rosalega vel og það hefði verið sanngjarnt hefðum við náð að komast 1-0 yfir. Svo kemur tíu mínútna kafli þar sem við spilum einfaldlega illa. Við vorum ekki að pressa boltamann, vorum ekki að dekka vel og fengum tvö mörk í andlitið. Breiðablik hefur rosalega marga gæðaleikmenn og maður hugsaði: Hvar mun þetta enda?" segir Ejub.

„En við svöruðum þessu vel, minnkum muninn og vorum svolítið óheppnir að jafna ekki í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik vorum við allan tímann í leiknum en það vantaði aðeins meiri gæði og áræðni."

„Ég sagði við menn í klefanum að þessi tíu mínútna kafli, þetta væri ekki í boði."

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner