Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 28. maí 2020 16:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hjörvar: Einn sagði við mig að Ari væri eiginlega betri en Valgeir
Ari í leik með unglingaliði Bologna í vetur.
Ari í leik með unglingaliði Bologna í vetur.
Mynd: Ari Sigurpálsson
Valgeir í leiknum gegn Fjölni á þriðjudag.
Valgeir í leiknum gegn Fjölni á þriðjudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari Sigurpálsson kom við sögu í tveimur leikum með HK á síðasta tímabili og var í kjölfarið lánaður til ítalska félagsins Bologna. Ari er 17 ára gamall og átti hann að vera á láni út leiktíðina með Bologna sem átti svo rétt á að kaupa sóknarmanninn.

Sjá einnig:
„Reyndi að gera allt til þess að spila í Pepsi Max"

Ari sagði í samtali við Fótbolta.net um síðustu helgi að framtíð hans myndi skýrast á næstu dögum. Hann var svo til umræðu í upphitunarþætti fyrir Pepsi Max-deildina í gærkvöldi. Hjörvar Hafliðason, annar af sérfræðingum þáttarins, er vel tengdur í HK og tjáði sig um ungstirnið.

Umræðan var um styrkingar HK í vetur en í þættinum var birt skilti þar sem stóð að í HK væri kominn einn leikmaður, Hörður Árnason tók skóna af hillunni og fjórir leikmenn væru farnir frá félaginu.

„Þetta er kannski ekki alveg svona einfalt því að Ari Sigurpálsson, þó að hann sé ekki gamall, er búinn að vera á Ítalíu hjá Bologna," byrjaði Hjörvar.

„Ég talaði við einn (mann) sem er mikið upp í Kór og hann sagði einfaldlega: 'Ari er eiginlega betri en Valgeir.' Hann gæti slegið í gegn ef hann verður með HK í sumar, það eru mjög góðar líkur."

Ari spilaði hluta af seinni hálfleik þegar HK mætti Fjölni í æfingaleik á þriðjudag.

„Ég er ekkert alveg sannfærður um það, miðað við það sem ég hef heyrt, að hann verði eitthvað hjá HK. Það gæti vel verið hann sé að fara út," sagði Guðmundur Benediktsson þáttarstjórnandi.

Listi Fótbolta.net yfir leikmannabreytingar HK í vetur:

Komnir:

Farnir:
Andri Jónasson í Þrótt V.
Björn Berg Bryde í Stjörnuna (Var á láni)
Brynjar Jónasson í Þrótt V.
Emil Atlason í Stjörnuna
Máni Austmann Hilmarsson í Leikni R.
Viktor Bjarki Arnarsson hættur
Athugasemdir
banner
banner
banner