Oblak orðaður við Man Utd - Ungur leikmaður Blackburn á blaði Everton og Man Utd - Liverpool hefur enn áhuga á Bruno
   sun 28. maí 2023 18:31
Arnar Laufdal Arnarsson
Byrjunarlið KR og Stjörnunnar: Enginn Ísak Andri sjáanlegur - Loksins byrjar Aron Snær
Ekki í hóp í dag vegna meiðsla
Ekki í hóp í dag vegna meiðsla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna klukkan 19:15 á Meistaravöllum fer fram leikur KR og Stjörnunnar í 9.umferð Bestu deildar karla.

Fyrir leikinn eru bæði lið jöfn af stigum, KR situr í 10.sæti og Stjarnan í 8.sæti, bæði með 7 stig.

Ísak Andri Sigurgeirsson einn besti leikmaður deildarinnar er utan hóps í dag en samkvæmt heimildum fréttamanns er Ísak tæpur og enginn séns tekinn með hann í dag. Jökull Elísabetarson gerir tvær breytingar á sínu liði frá 2-2 jafnteflinu gegn Fylki en Ísak Andri og Adolf Daði koma út fyrir Joey Gibbs og Baldur Loga. Rúnar Kristinsson gerir tvær breytingar frá 1-2 sigrinum gegn Fram en Aron Snær kemur inn í markið fyrir Simen Kjellevold og Kristján Flóki kemur inn fyrir Sigurð Bjart Hallsson.

Lestu um leikinn: KR 1 -  0 Stjarnan

Byrjunarlið KR

13. Aron Snær Friðriksson (m)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
5. Jakob Franz Pálsson
7. Finnur Tómas Pálmason
8. Olav Öby
10. Kristján Flóki Finnbogason
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson
16. Theodór Elmar Bjarnason
19. Kristinn Jónsson
23. Atli Sigurjónsson

Byrjunarlið Stjörnunnar
12. Árni Snær Ólafsson (m)
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
19. Eggert Aron Guðmundsson
22. Emil Atlason
23. Joey Gibbs
24. Björn Berg Bryde
28. Baldur Logi Guðlaugsson
32. Örvar Logi Örvarsson
Athugasemdir
banner
banner
banner