Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   sun 28. júní 2015 21:38
Alexander Freyr Tamimi
Freyr Alexanders: Drulluóánægður með markvörsluna
Freyr var hundfúll eftir leikinn.
Freyr var hundfúll eftir leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson, þjálfari Leiknis, var hundsvekktur eftir 1-0 tap sinna manna gegn KR í Pepsi-deildinni í kvöld. Freyr vill meina að sínir menn hefðu átt meira skilið úr leiknum.

Lestu um leikinn: KR 1 -  0 Leiknir R.

„Mér fannst við eiga skilið að fá meira. Það var lítið sem skildi liðin að, satt best að segja viðbjóðslega lítið. Ég er mjög ánægður með strákana, við lögðum allt í þetta og komum þeim í tóm vandræði. Þeir voru byrjaðir að tuða og grenja eftir 30 sekúndur og þannig náðum við að stjórna fyrri hálfleiknum algerlega," sagði Freyr eftir leikinn.

„Þeir voru betri í 20 mínútur í seinni hálfleik og svo fáum við á okkur viðbjóðslegt mark."

Freyr er á því að Eyjólfur Tómasson, markvörður Leiknis, hefði átt að gera betur í sigurmarki KR:

„Eyjólfur var góður í leiknum og er búinn að eiga frábært sumar. Svo gerir hann bara mistök og þeir skora. Þetta eru engir smá kallar í þessu KR liði, ef þeir geta ekki skorað úr þessu, þá eru þeir í vandræðum. Þannig maður er drulluóánægður með markvörsluna í þessu fasta leikatriði."

Eyjólfur lét síðan reka sig út af í uppbótartíma eftir algeran klaufaskap.

„Hann missti sennilega einbeitningu og við erum mjög svekktir með þetta. En við breytum þessu ekki úr þessu."
Athugasemdir
banner
banner