Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
   sun 28. júní 2020 20:04
Ester Ósk Árnadóttir
Jón: Höfum þurft að kafa í hópinn
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Virkilega ánægður með sigur fyrst og fremst. Við vorum mjög góðir í fyrri hálfleik, yfirspiluðum þá. Í restina fá þeir 2-3 dauðafæri og við getum þakkað fyrir að hafa endað með að taka þrjú stig," sagði Jón eftir sigur hans manna á Magna í dag á Grenivíkurvell.

Fram skoraði tvö mörk á fyrstu 15 mínútunum.

„Mér fannst við vera að spila fínan fótbolta, við vorum að færa boltann vel á milli og vorum að skapa þeim usla. Fannst við kannski klaufar að hafa ekki skorað fleiri mörk fyrr. Það er alltaf erfitt þegar það er bara eitt mark sem skilur að."

Liðið er með tvo sigra eftir fyrst tvo leikina.

„Við höfum þurft að rótera aðeins í liðinu og þurft að kafa í hópinn okkar. Menn hafa bara svarað kallinu þegar það kemur bæði í bikarleikjum og þessum leik í dag. Mjög ánægður með hópinn í heild sinni."

Fram tekur á móti Aftureldingu í næstu umferð.

„Alltaf gott að vera heima og við erum með fínan heimavöll í Safamýrinni. Hlökkum bara til að halda áfram og takast á við Aftureldingu. Aftur bara hörkluleikur og flott lið. Við þurfum bara að vera tilbúnir í það ef við ætlum að fá eitthvað út úr því."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner