Ögmundur Kristinsson, fyrirliði Fram í Pepsi-deild karla, var mjög svo svekktur eftir 3-0 tap fyrir Fylki í kvöld og það leyndi sér ekki.
,,Ekkert, það er ekkert flóknara en það. Það gekk ekki upp það er nokkuð ljóst, við ætluðum að reyna að spila boltanum eitthvað en svo endar þetta í einhverjum djöfulsins kýlingum og bulli þar sem Stjáni og Aggi gera vel og éta allt sem kom á þá," sagði Ögmundur.
,,Kristján er flottur leikmaður, við vitum það allir í klefanum hjá okkur og hann átti frábæran leik í dag. Við gerðum ekkert fram á við og vorum lélegir aftast líka, bara lélegur leikur."
,,Slípa saman og ekki. Þessi hópur er búinn að vera saman síðan í janúar, menn ættu að geta komið inn á völlinn og spilað saman. Vissulega nýr maður sem kemur inn, það má slípa hann inn í þetta, en hinir hafa ekki afsökun til þess að geta slípað saman," sagði Ögmundur ennfremur.
Athugasemdir






















