Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   sun 28. júlí 2013 21:52
Brynjar Ingi Erluson
Ögmundur Kristinsson: Endar í einhverjum djöfulsins kýlingum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ögmundur Kristinsson, fyrirliði Fram í Pepsi-deild karla, var mjög svo svekktur eftir 3-0 tap fyrir Fylki í kvöld og það leyndi sér ekki.

,,Ekkert, það er ekkert flóknara en það. Það gekk ekki upp það er nokkuð ljóst, við ætluðum að reyna að spila boltanum eitthvað en svo endar þetta í einhverjum djöfulsins kýlingum og bulli þar sem Stjáni og Aggi gera vel og éta allt sem kom á þá," sagði Ögmundur.

,,Kristján er flottur leikmaður, við vitum það allir í klefanum hjá okkur og hann átti frábæran leik í dag. Við gerðum ekkert fram á við og vorum lélegir aftast líka, bara lélegur leikur."

,,Slípa saman og ekki. Þessi hópur er búinn að vera saman síðan í janúar, menn ættu að geta komið inn á völlinn og spilað saman. Vissulega nýr maður sem kemur inn, það má slípa hann inn í þetta, en hinir hafa ekki afsökun til þess að geta slípað saman,"
sagði Ögmundur ennfremur.
Athugasemdir
banner