fim 28. júlí 2022 18:00
Elvar Geir Magnússon
TNS lét stjórann fara eftir tapið gegn Víkingi
Anthony Limbrick og Ingvar Jónsson.
Anthony Limbrick og Ingvar Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Velska félagið The New Saints hefur tilkynnt að það hafi ákveðið að láta stjórann Anthony Limbrick fara eftir tapið gegn Íslandsmeisturum Víkings í forkeppni Sambansdeildarinnar.

Víkingar unnu fyrri leikinn 2-0 á heimavelli þar sem bæði mörkin komu af vítapunktinum en seinni leikurinn endaði með markalausu jafntefli.

TNS varð írskur meistari undir stjórn Limbrick á síðasta tímabili.

Þess má geta að stjóri Levadia Tallinn frá Eistlandi var einnig látinn fara eftir að liðið tapaði gegn Víkingi í umspilinu fyrir forkeppni Meistaradeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner