Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   lau 28. september 2019 16:58
Ester Ósk Árnadóttir
Helgi Sig: Nú liggur maður undir feld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var dálítið upp og niður. Við byrjuðum vel, skorum flott mark strax í upphafi leiks. Síðan nær KA yfirhöndinni og ná að skora tvö mörk á okkur," sagði Helgi Sig eftir sinn síðasta leik með Fylki sem endaði með 4-2 tapi gegn KA.

Lestu um leikinn: KA 4 -  2 Fylkir

„Við gáfumst aldrei upp og héldum áfram. Þetta var leikur alveg fram á síðustu mínútu. Þegar við köstum öllum fram í lokinn þá ná þeir einni skyndisókn og þetta endar 4-2. Það segir kannski ekki allt um leikinn."

Fylkir endar í áttunda sæti með 28 stig.

„Við endum með fleiri stig en í fyrra en samt á sama stað í deildinni. Við erum þar sem allir spáðu okkur að við yrðum þannig við getum sagt að þetta sé á pari. Við höfðum það að markmiði að vera aðeins ofar. Ég er svekktur að hafa tapað þessum leik sem hefði geta skilað okkur ofar á tölfuna en svona er þetta tímabil búið að vera, upp og niður. Við skorum mikið en fáum líka mikið af mörkum á okkur og það verður okkur stundum að falli."

Þetta var síðasti leikur Helga sem þjálfari Fylkis.

„Ég kveð 100% sáttur. Þetta er búið að vera frábær tími og búinn að vera stöðugur uppgangur í þessu síðan liðið féll. Við erum búnir að stabílera þetta lið sem fínt úrvalsdeildarlið. Ef það er rétt haldið á spöðunum eru stórir möguleikar í Árbænum. Frábær klúbbur að vera í. Ég kveð klúbbinn með söknuði en stoltur yfir því sem búið er að afreka. Það kemur í ljós hvað ég geri. Nú liggur maður undir feld um næstu skref. Við sjáum bara til en það eru ýmis möguleikar opnir og það hljóta að koma svör í næstu viku. "

Umræða hefur verið í gangi að mögulega sé Helgi að fara að taka við ÍBV.

„Við höfum bara verið að einbeita okkur að klára þetta tímabil og hvort sem ég væri að tala við þá eða einhverja aðra þá væri það ekki það sem ég væri að tala við þig um. Það hlýtur að heyrast bráðum hvað ég ætla að gera."

Helgi ætlar sér að halda áfram í þjálfun og er þakklátur fyrir tímann hjá Fylki.

„Já ég hef mjög gaman af þessu. Ég vil líka þakka Fylkir fyrir að vera sá klúbbur sem tók sénsinn á mér og gaf mér þetta stóra tækifæri. Það er búið að vera alveg magnað að vera í Árbænum og fá að kynnast þessum klúbbi og fólkinu í kringum hann. Ég kveð þá með söknuði en hlakka til nýrra áskoranna."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner