Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fim 28. september 2023 14:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Berbatov: Sancho ofmetur hversu mikilvægur hann er
Sancho.
Sancho.
Mynd: Getty Images
Berbatov.
Berbatov.
Mynd: Getty Images
Jadon Sancho sagði eftir leik Manchester United og Arsenal í upphafi mánaðarins að hann hafi verið gerður að blóraböggli hjá félaginu. Hann var ósáttur við ummæli stjórans Erik ten Hag sem sagði að Sancho hefði ekki verið nægilega góður á æfingum í aðdraganda leiksins.

Sancho hefur verið bannað að æfa með aðalliðinu eftir ummæli sín og hefur neitað að biðjast afsökunar á þeim.

Dimitar Berbatov, fyrrum leikmaður United, tjáði sig um Sancho í viðtali við Betfair. „Ef þetta heldur áfram þá er Sancho ekki að fara gera neitt hjá þessu félagi. Ég er mjög vonsvikinn að staða eins og þessi hafi verið gerð opinber og fullt af fólki að ræða hana. Svona hlutir gerast, en þeir eru ekki gerðir opinberir."

„Leikmenn munu berjast við stjóra sína, leikmenn, starfsfólk og jafnvel sjáfla sig, en það er ekki oft sem það verður opinbert. Þegar það tengist stóru félagi eins og United, þá mun fólk ræða það og túlka það á mismunandi vegu."

„Í þssu tiltekna máli þá hefur Sancho verið þarna í tvö ár og þetta er ekki enn farið að ganga hjá honum. Sancho verður að vita af því líka og kannski kemur pirringurinn þaðan. Þegar þú veist að þú ert ekki að skila nægilega miklu, þá verðuru reiður við sjálfan þig og stjórann og þetta getur þróast út í rifrildi eins og þetta."

„Þegar hann er búinn að biðjast fyrirgefningar þá þarf hann að vinna sér sæti í liðinu - og eina leiðin til að gera það er að æfa enn betur og spila vel þegar tækifærin koma."

„Stundum getur leikmaður, ég vona að þetta sé ekki staðan hjá Sancho, sem tekur langan tíma í að laga ágreining ofmetið hversu dýrmætur hann er hjá félaginu. Þegar það er (Cristiano) Ronaldo, þá er það öðruvísi því hann hefur afrekað allt."

„Ég var hjá félaginu þegar Wayne Rooney lenti upp á kant við stjórann, og þeir náðu sáttum. Ég held að Sancho sé að ofmeta hversu mikilvægur hann er. Hann hefur ekki unnið það marga titla með liðinu. Þetta er öðruvísi staða."

„United getur auðveldlega losað sig við Sancho út af þessu. Eins hæfileikaríkur og hann er, við sáum það öll hjá Dortmund, þá hefur hann ekki sýnt neitt af því hjá United. Við getum einungis giskað á hvers vegna það er, kannski er það umhverfið eða fólkið í kringum hann."

„Eða kannski er það af því hann er ósammála stjóranum. Ef þetta dregst lengi í viðbót, þá get ég ekki séð þetta verða betra og þá er best að menn fari í sitthvora áttina,"
sagði Berbatov.
Enski boltinn - Meintur fíll og of sniðugur Arteta
Athugasemdir
banner
banner
banner