Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og Írksir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
   mán 28. desember 2020 15:43
Magnús Már Einarsson
Sveindís Jane: Ég ætla að verða besti leikmaður í heimi
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta hefur verið frekar gott ár fyrir mig þó að það hafi verið erfiðir tímar," sagði Sveindís Jane Jónsdóttir við Fótbolta.net í dag eftir að hún skrifaði undir fjögurra samning við þýska stórliðið Wolfsburg.

„Þetta hefur verið draumur og markmið síðan að ég byrjaði í fótbolta," sagði Sveindís en nokkur erlend félög sýndu henni áhuga eftir góða frammistöðu á þessu ári.

„Það voru nokkur lið en ég gat ekki litið framhjá þessu tilboði þannig að það varð fyrir valinu."

Hin 19 ára gamla Sveindís fer til sænska félagsins Kristianstad á láni á næsta ári.

„Ég fæ reynslu í Kristianstad. Þetta er aðeins minni deild heldur en í Þýskalandi þannig að ég verð tilbúin eftir ár til að spila með Wolfsburg."

Hver er lykillinn að góðu gengi hennar? „Skrifa sér markmið og hafa þau raunsæ. Ég er dugleg að gera markmið og fylgja þeim. Það skilar sér," sagði Sveindís sem hefur háleit markmið fyrir framhaldið.

„Ég ætla að verða besti leikmaður í heimi. Það er markmiðið mitt. Núna fæ ég að spila með bestu leikmönnunum og það er langtímamarkmiðið."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild.
Athugasemdir
banner