Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   mán 28. desember 2020 15:43
Magnús Már Einarsson
Sveindís Jane: Ég ætla að verða besti leikmaður í heimi
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta hefur verið frekar gott ár fyrir mig þó að það hafi verið erfiðir tímar," sagði Sveindís Jane Jónsdóttir við Fótbolta.net í dag eftir að hún skrifaði undir fjögurra samning við þýska stórliðið Wolfsburg.

„Þetta hefur verið draumur og markmið síðan að ég byrjaði í fótbolta," sagði Sveindís en nokkur erlend félög sýndu henni áhuga eftir góða frammistöðu á þessu ári.

„Það voru nokkur lið en ég gat ekki litið framhjá þessu tilboði þannig að það varð fyrir valinu."

Hin 19 ára gamla Sveindís fer til sænska félagsins Kristianstad á láni á næsta ári.

„Ég fæ reynslu í Kristianstad. Þetta er aðeins minni deild heldur en í Þýskalandi þannig að ég verð tilbúin eftir ár til að spila með Wolfsburg."

Hver er lykillinn að góðu gengi hennar? „Skrifa sér markmið og hafa þau raunsæ. Ég er dugleg að gera markmið og fylgja þeim. Það skilar sér," sagði Sveindís sem hefur háleit markmið fyrir framhaldið.

„Ég ætla að verða besti leikmaður í heimi. Það er markmiðið mitt. Núna fæ ég að spila með bestu leikmönnunum og það er langtímamarkmiðið."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild.
Athugasemdir
banner