Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 29. maí 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Hákon Haraldsson (FC Kaupmannahöfn)
Mynd: Hulda Margrét
Tryggvi Hrafn Haraldsson.
Tryggvi Hrafn Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Tyrfingsson.
Guðmundur Tyrfingsson.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Kristall Máni Ingason.
Kristall Máni Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson.
Mynd: Hulda Margrét
Hákon Arnar Haraldsson gekk í raðir FCK í Danmörku um mitt síðasta sumar. Hann er Skagamaður sem var hluti af U17 ára landsliðinu sem lék á æfingamóti í Hvíta-Rússlandi í janúar.

Hákon á að baki fjórtán U17 ára landsleiki samkvæmt KSÍ og skorað í þeim eitt mark. Hákon er sóknarmaður sem sýnir í dag á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Hákon Arnar Haraldsson

Gælunafn: Konni eða skonnsi en svo eru nokkrir vitleysingar sem kalla mig beikon

Aldur: 17 ára

Hjúskaparstaða: Föstu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Er ekki búinn að spila minn fyrsta leik

Uppáhalds drykkur: Vatnið er solid

Uppáhalds matsölustaður: Galito

Hvernig bíl áttu: Ekki með bílpróf

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Prison Break

Uppáhalds tónlistarmaður: Travis Scott

Fyndnasti Íslendingurinn: Gillz

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jarðaber, Þrist og heita karamellusósu

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Hej Hakon hvordan går det

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Örugglega bara Grindavík

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Birkir Már Sævarsson

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Þeir eru nokkrir Siggi Jóns, Jói Kalli og Davíð Snorri hafa allir kennt mér helling

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Valgeir Valgeirsson ekki spurning gæinn hættir ekki að atast i þér

Sætasti sigurinn: Sigurinn á móti Hvít-Rússum sem kom okkur á EM

Mestu vonbrigðin: Að hafa ekki náð leik með ÍA í Pepsi Max

Uppáhalds lið í enska: Manu

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: My bro Tryggva Hrafn

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Ísak Bergmann Jóhannesson

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Andri Fannar Baldursson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Védis Agla Reynisdóttir

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: CR7

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Ætli það sé ekki Kristall Máni hann er rosalegur

Uppáhalds staður á Íslandi: Heima á Akranesi

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: ­Það var mjög skemmtilegt að tækla Danijel Djuric í leik á móti Midtjylland, Hann fór eth að væla af þvi við vorum að vinna 3-1

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Slekk á símanum

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Nei fótboltinn lang skemmtilegastur að horfa á

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike phantom venom

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Dönsku en hún er öll að koma til núna

Vandræðalegasta augnablik: Ekkert sem ég man eftir

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Orra Stein, Grím Inga og Gumma Tyrfings við myndum aldrei komast af þessari eyju en það væri bara veisla þarna

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er fæddur í Noregi

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Kristall Máni hélt að hann væri bara leiðinlegur gæi úr Grafarvoginum en svo er hann bara helvíti fínn gaur

Hverju laugstu síðast: Ég lýg ekki

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun alltaf

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Vakna kringum 10 reyni að læra eth fer svo að hlaupa svo bara mikið chill, oftast playstation með strákunum
Athugasemdir
banner
banner
banner