Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
   mán 29. júní 2020 22:42
Anton Freyr Jónsson
Gústi Gylfa: Hef engar áhyggjur af sóknarleiknum
Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu
Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fylkir og Grótta mættust í hörkuleikí Árbænum í kvöld og endaði leikurinn 2-0 fyrir Fylkismönnum. Valdimar Þór Ingimundarson skoraði bæði mörk Fylkis í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  0 Grótta

Ágúst Gylfason var súr eftir tap sinna manna í Árbænum í kvöld.

„Frekar súrt að hafa ekki skorað mark sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem mér fannst við koma öflugir inn í leikinn og hefðum átt að setja á þá 1-2 mörk í fyrri hálfleik þá hefði þetta þróast öðruvísi."

„Við komum inn í seinni hálfleik og vorum ekki alveg nógu ákveðnir og fáum á okkur víti og svo mark í kjölfarið og þá var þetta á brattann að sækja fyrir okkur."

Águst Gylfason þjálfari Gróttu var spurður út í sóknarleikinn. Hvort hann væri áhyggjuefni en þeir hafa ekki enn náð að skora mark í Pepsi Max-deildinni

„Ég hef engar áhyggjur af sóknarleiknum við sköpum okkur fullt af færum. Þetta er bara spurning um að klára þau, komum okkur í færin í dag og það vantaði kannski aðeins upp á að klára færin þá hefði þetta verið öðruvísi, það er nokkuð ljóst."

Helgi Valur Daníelsson meiðist illa á 51. mínútu leiksins þegar hann lendir illa í því eftir tæklingu og sendir Gústi honum batakveðjur.

„Nei batakveðjur til Helga Vals, þetta var hörð tækling og leiðinlegt það sem maður hefur heyrt að hann sé brotinn og ég vona að hann komi sterkur til leiks aftur, það væri leiðinlegt að sjá hann hverfa frá boltanum en frábær gaur hann Helgi en hann kemur til baka sterkari alveg sama þó hann sé leikmaður eða þjálfari."

Að lokum var Ágúst Gylfason spurður hvort hann ætli að styrkja leikmannahópinn eitthvað fyrir lok gluggans.

„Við erum búnir að reyna það í dálítið góðan tíma og það hefur ekkert gerst og er ég ekki vongóður um það svona síðasta daginn."
Athugasemdir
banner