Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   mán 29. júní 2020 22:42
Anton Freyr Jónsson
Gústi Gylfa: Hef engar áhyggjur af sóknarleiknum
Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu
Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fylkir og Grótta mættust í hörkuleikí Árbænum í kvöld og endaði leikurinn 2-0 fyrir Fylkismönnum. Valdimar Þór Ingimundarson skoraði bæði mörk Fylkis í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  0 Grótta

Ágúst Gylfason var súr eftir tap sinna manna í Árbænum í kvöld.

„Frekar súrt að hafa ekki skorað mark sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem mér fannst við koma öflugir inn í leikinn og hefðum átt að setja á þá 1-2 mörk í fyrri hálfleik þá hefði þetta þróast öðruvísi."

„Við komum inn í seinni hálfleik og vorum ekki alveg nógu ákveðnir og fáum á okkur víti og svo mark í kjölfarið og þá var þetta á brattann að sækja fyrir okkur."

Águst Gylfason þjálfari Gróttu var spurður út í sóknarleikinn. Hvort hann væri áhyggjuefni en þeir hafa ekki enn náð að skora mark í Pepsi Max-deildinni

„Ég hef engar áhyggjur af sóknarleiknum við sköpum okkur fullt af færum. Þetta er bara spurning um að klára þau, komum okkur í færin í dag og það vantaði kannski aðeins upp á að klára færin þá hefði þetta verið öðruvísi, það er nokkuð ljóst."

Helgi Valur Daníelsson meiðist illa á 51. mínútu leiksins þegar hann lendir illa í því eftir tæklingu og sendir Gústi honum batakveðjur.

„Nei batakveðjur til Helga Vals, þetta var hörð tækling og leiðinlegt það sem maður hefur heyrt að hann sé brotinn og ég vona að hann komi sterkur til leiks aftur, það væri leiðinlegt að sjá hann hverfa frá boltanum en frábær gaur hann Helgi en hann kemur til baka sterkari alveg sama þó hann sé leikmaður eða þjálfari."

Að lokum var Ágúst Gylfason spurður hvort hann ætli að styrkja leikmannahópinn eitthvað fyrir lok gluggans.

„Við erum búnir að reyna það í dálítið góðan tíma og það hefur ekkert gerst og er ég ekki vongóður um það svona síðasta daginn."
Athugasemdir
banner