Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   fim 29. júní 2023 21:40
Anton Freyr Jónsson
Jón Þór: Þurftum að finna aðrar leiðir
Lengjudeildin
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA.
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

„Frábær sigur, virkilega öflugur sigur, við höfum verið í smá strögli hérna á heimavelli. Núna búnir að vinna tvo leiki í röð hérna heima og halda loksins hreinu og mér fannst þetta bara virkilega öflug frammistaða hjá okkur og frábær sigur." sagði Jón Þór Hauksson,þjálfari ÍA eftir góðan 4-0 sigur á Þór Akureyri.


Lestu um leikinn: ÍA 4 -  0 Þór

ÍA leitaði mikið upp hægri vænginn í dag og þá sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem Gísli Laxdal Unnarsson og Steinar Þorsteinsson voru allt í öllu í sóknarleik liðsins. 

„Eins og ég segi, bara halda takti og halda flæði í liðinu. Við erum með Steinar og Gísla sem ná gríðarlega vel saman hægra megin þannig það var svolítið leiðin okkar, sérstaklega í fyrri hálfleik og þar vorum við að komast í gríðarlega góðar stöður bæði upp að endarmörkum inn í vítateig og ósáttur með að hafa ekki skorað mark fyrstu 20.mínuturnar, við vorum að skapa okkur fín færi og fínar stöður trekk í trekk."

„Mér fannst Þórsararnir þéttir, mættu mjög þéttir og öflugir til leiks hérna líka þannig þeir lokuðu svolítið á miðjuspilið. Arnór og Indriði komust ekki jafn mikið í boltann eins og þeir eru vanir og þá þurftum við að finna aðrar leiðir."

Skagamenn eru komnir á flott skrið og er liðið búið að vinna fjóra fótboltaleiki í síðustu fjórum leikjum og var Jón Þór spurður hvað hafi breyst í leik liðsins. 

„Það er auðvitað bara eftir því sem mörkunum fjölgar og sigrunum fjölgar þá er auðvitað bara sjálfstraust lykilatriði í því, við ströggluðum aðeins í byrjun og þá náttúrulega vorum við bara að spila í vitlausu veðri og á handónýtum völlum þannig það auðvitað gerði okkur líka erfitt fyrir. Við höfum verið að spila að okkar mati glimrandi fínan fótbolta og við vissum það og töluðum um það."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan þar sem Jón Þór ræðir meðal annars Daníel Inga Jóhannesson sem er á leið frá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner