
Það er fínt að klára heimaleik á þrem stigum á móti vel skipulögðu og góðu FH-liði, sagði Adda eftir 3-1 sigur á botnliði FH á Origo vellinum í kvöld
Lestu um leikinn: Valur 3 - 1 FH
Valur var með yfirhöndina allan leikinn en átti í vandræðum með að skapa sér færi sérstaklega framan af. Fannst Öddu þær ver orðnar óþolinmóðar þegar ekki gekk að skora fyrsta hálftímann?
Nei svosem ekki, við vissum að við þyrftum að vera þolinmóðar, þær eru með mjög sterka varnarlínu og þettar fyrir. Það var ekkert stress en við þurftum að hafa fyrir þessum leik og gerðum það vel í dag.
Valur byrjaði mótið af krafti og var taplaust í fyrstu 6 leikjum sumarsins en fengu aðeins eitt stig í síðustu tveimur leikjum á móti Fylki og Breiðablik.
Við pælum ekkert í því sem er búið og verðum bara að halda áfram í næsta leik og við erum alveg vanar þessu. Það er alltaf bara næsti leikur sem telur og við gerðum það vel í dag.
Nei því miður, ég hef ekkert frétt af henni. Hún vonandi bara hristir þetta af sér, hún er veik í hausnum fyrir þannig við vonum að þetta sé ekkert alvarlegt, sagði Adda spurð eftir fréttum af Lillý sem fór útaf undir lok leiksins með höfuðmeiðsl.
Aðspurð um framhaldið sagði Adda að þær fengju smá frí til að hlaða batteríiin en kæmu ferskar í erfiðan leik gegn Selfoss á útivelli, þann 6. ágúst.
Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir