Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
   mið 29. júlí 2020 21:48
Brynja Dögg Sigurpálsdóttir
Adda: Þurftum að hafa fyrir þessu
Kvenaboltinn
Adda spilaði allan leikinn í sigri 3-1 sigri Vals.
Adda spilaði allan leikinn í sigri 3-1 sigri Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er fínt að klára heimaleik á þrem stigum á móti vel skipulögðu og góðu FH-liði, sagði Adda eftir 3-1 sigur á botnliði FH á Origo vellinum í kvöld

Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 FH

Valur var með yfirhöndina allan leikinn en átti í vandræðum með að skapa sér færi sérstaklega framan af. Fannst Öddu þær ver orðnar óþolinmóðar þegar ekki gekk að skora fyrsta hálftímann?

Nei svosem ekki, við vissum að við þyrftum að vera þolinmóðar, þær eru með mjög sterka varnarlínu og þettar fyrir. Það var ekkert stress en við þurftum að hafa fyrir þessum leik og gerðum það vel í dag.

Valur byrjaði mótið af krafti og var taplaust í fyrstu 6 leikjum sumarsins en fengu aðeins eitt stig í síðustu tveimur leikjum á móti Fylki og Breiðablik.

Við pælum ekkert í því sem er búið og verðum bara að halda áfram í næsta leik og við erum alveg vanar þessu. Það er alltaf bara næsti leikur sem telur og við gerðum það vel í dag.

Nei því miður, ég hef ekkert frétt af henni. Hún vonandi bara hristir þetta af sér, hún er veik í hausnum fyrir þannig við vonum að þetta sé ekkert alvarlegt, sagði Adda spurð eftir fréttum af Lillý sem fór útaf undir lok leiksins með höfuðmeiðsl.

Aðspurð um framhaldið sagði Adda að þær fengju smá frí til að hlaða batteríiin en kæmu ferskar í erfiðan leik gegn Selfoss á útivelli, þann 6. ágúst.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner