,,Mér fannst við gera ágætlega svona lengst af," sagði Logi Ólafsson eftir tap Stjörnunnar gegn Breiðabliki fyrr í dag.
,,Þeir sóttu svolítið á okkur seinni hluta fyrri hálfleik án þess að skapa sér opin færi svo við sluppum með það. Í byrjun síðari hálfleiks hefðum við getað komið okkur vel fyrir. Þeir fá svo vítið sem kemur þeim inn í leikinn og við erum mjög barnalegir í aðdraganda annars marksins. Við reyndum hvað við gátum í restina en það gekk ekki."
,,Mér fannst við eiga líka að fá víti þegar Gunnar sendir fyrir og það er farið í bakið á Garðari. En hönd í bolta, bolti í hönd og allt það rugl. Ég held að dómararnir viti ekki einu sinni sjálfir hvenær þeir eiga að dæma á þetta."
Sigur KR 3-1 á Val í kvöld þýðir að sex stig skilja að Stjörnuna og KR auk þess sem KR á leik til góða. Aðspurður um titilbaráttuna hafði Logi þetta að segja; ,,Ég get voða lítið tjáð mig um það. Þetta er ekki lengur í okkar höndum. Við verðum að fara að treysta á að fullt af liðum fari að tapa leikjum."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
























