Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   fim 29. ágúst 2013 20:14
Jóhann Óli Eiðsson
Logi Ólafs: Alltaf ósáttur með vítadóma
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Mér fannst við gera ágætlega svona lengst af," sagði Logi Ólafsson eftir tap Stjörnunnar gegn Breiðabliki fyrr í dag.

,,Þeir sóttu svolítið á okkur seinni hluta fyrri hálfleik án þess að skapa sér opin færi svo við sluppum með það. Í byrjun síðari hálfleiks hefðum við getað komið okkur vel fyrir. Þeir fá svo vítið sem kemur þeim inn í leikinn og við erum mjög barnalegir í aðdraganda annars marksins. Við reyndum hvað við gátum í restina en það gekk ekki."

,,Mér fannst við eiga líka að fá víti þegar Gunnar sendir fyrir og það er farið í bakið á Garðari. En hönd í bolta, bolti í hönd og allt það rugl. Ég held að dómararnir viti ekki einu sinni sjálfir hvenær þeir eiga að dæma á þetta."


Sigur KR 3-1 á Val í kvöld þýðir að sex stig skilja að Stjörnuna og KR auk þess sem KR á leik til góða. Aðspurður um titilbaráttuna hafði Logi þetta að segja; ,,Ég get voða lítið tjáð mig um það. Þetta er ekki lengur í okkar höndum. Við verðum að fara að treysta á að fullt af liðum fari að tapa leikjum."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner