Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   lau 29. september 2018 16:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óli Jó: Erfitt ár fyrir gamlan mann eins og mig
Ólafur hefur gert frábæra hluti með Val.
Ólafur hefur gert frábæra hluti með Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var hress og kátur þegar rætt var við hann eftir sigur liðsins gegn Keflavík í lokaumferð Pepsi-deildarinnar.

Valur er Íslandsmeistari annað árið í röð undir stjórn Ólafs og Sigurbjörns Hreiðarssonar.

Lestu um leikinn: Valur 4 -  1 Keflavík

„Nú fer maður slakur inn í veturinn. Þetta er geggjað. Ég var aldrei neitt smeykur, en fótbolti er þannig að það getur allt gerst. Við bárum virðingu fyrir Keflavík," sagði Óli sem var að vinna enn einn titilinn á sínum þjálfaraferli.


„Er ekki draumur allra að fá úrslitaleik á heimavelli í lok mótsins?"

„Þetta var öðruvísi en í fyrra. Það voru fleiri lið að berjast um þetta. Það var meiri pressa á okkur, en það er líka gott mál. Þá sér maður úr hverju menn eru gerðir."

Óli var á dögunum sektaður fyrir ummæli sín um dómaraval á leik Vals og KA. Hann segir að þetta ár hafi verið erfitt fyrir sig.

Valsmenn fá 75 þúsund króna sekt vegna ummæla Óla Jó

„Þetta ár er búið að vera erfitt fyrir gamlan mann eins og mig, sektir og leiðindarmál í kringum mig. Ég get ekkert sagt við því, ég þori ekkert að segja. Ætli það verði ekki eitthvað vesen á manni þá," sagði Óli léttur.

Hann býst við því að vera áfram með Val. „Hefur maður eitthvað annað að gera?"

Viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner