Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var hress og kátur þegar rætt var við hann eftir sigur liðsins gegn Keflavík í lokaumferð Pepsi-deildarinnar.
Valur er Íslandsmeistari annað árið í röð undir stjórn Ólafs og Sigurbjörns Hreiðarssonar.
Valur er Íslandsmeistari annað árið í röð undir stjórn Ólafs og Sigurbjörns Hreiðarssonar.
Lestu um leikinn: Valur 4 - 1 Keflavík
„Nú fer maður slakur inn í veturinn. Þetta er geggjað. Ég var aldrei neitt smeykur, en fótbolti er þannig að það getur allt gerst. Við bárum virðingu fyrir Keflavík," sagði Óli sem var að vinna enn einn titilinn á sínum þjálfaraferli.
Það tók Óla Jóh tíma að vinna fyrsta titilinn (47 ára) en hefur síðan raðað þeim inn. Átta stórir titlar, jafn margir og Gaui Þórðar vann.
— Ingvi Þór Sæmundsson (@ingvithors) September 29, 2018
„Er ekki draumur allra að fá úrslitaleik á heimavelli í lok mótsins?"
„Þetta var öðruvísi en í fyrra. Það voru fleiri lið að berjast um þetta. Það var meiri pressa á okkur, en það er líka gott mál. Þá sér maður úr hverju menn eru gerðir."
Óli var á dögunum sektaður fyrir ummæli sín um dómaraval á leik Vals og KA. Hann segir að þetta ár hafi verið erfitt fyrir sig.
Valsmenn fá 75 þúsund króna sekt vegna ummæla Óla Jó
„Þetta ár er búið að vera erfitt fyrir gamlan mann eins og mig, sektir og leiðindarmál í kringum mig. Ég get ekkert sagt við því, ég þori ekkert að segja. Ætli það verði ekki eitthvað vesen á manni þá," sagði Óli léttur.
Hann býst við því að vera áfram með Val. „Hefur maður eitthvað annað að gera?"
Viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir























