Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 29. september 2020 13:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lyon er að fá Paquetá fyrir 20 milljónir
Mynd: Getty Images
Ítalskir og franskir fjölmiðlar eru sammála um að félagaskipti Lucas Paquetá frá AC Milan til Lyon séu svo gott sem frágengin.

Brasilíski miðjumaðurinn er 23 ára gamall og borgar Lyon 20 milljónir evra fyrir hann. Auk þess á Milan prósentu í næstu sölu leikmannsins sem gæti vel sprungið út á næstu árum.

Paquetá gekk í raðir Milan í janúar 2019 fyrir tæpar 40 milljónir evra eftir að hafa sinnt lykilhlutverki hjá Flamengo í brasilíska boltann.

Hann átti þó erfitt uppdráttar í ítalska boltanum og skoraði aðeins eitt mark í 44 leikjum með Milan.

Paquetá á 11 leiki að baki fyrir brasilíska landsliðið og gæti tekið stöðu Houssem Aouar á miðju Lyon verði hann seldur til Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner