Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 29. september 2022 21:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Scholes: Þarf einhvern til að stjórna leikmannakaupum
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Manchester United hafa gagnrýnt vinnubrögðin á bakvið tjöldin hjá félaginu að undanförnu.

Paul Scholes fyrrum leikmaður liðsins hefur bæst í hópinn þar sem hann gagnrýnir kaupstefnu félagsins.

„Jadon Sancho var ungur leikmaður sem Manchester United eyddi miklum pening í og hann var ekki búinn að sanna sig í úrvalsdeildinni. Af hverju var félag eins og Real Madrid tilbúið að losa sig við Varane? Hann leit ekki vel út á síðasta tímabili," sagði Scholes.

„Þetta var ekki frábær félagsskiptagluggi og enginn tók ábyrgð. Casemiro díllinn var græjaður á tveimur dögum. Mikill peningur og langur samningur. Það þarf einhvern til að stjórna leikmannakaupum. Stjórinn mun fá skammirnar."

Casemiro er þrítugur að aldri en United keypti hann fyrir rúmar 60 milljónir punda í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner