Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   fös 29. september 2023 00:01
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Raggi Sig: Mikill léttir
Ragnar Sigurðsson, þjálfari Fram
Ragnar Sigurðsson, þjálfari Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fram tók á móti Keflavík í Úlfarsárdalnum í kvöld í leik sem var mjög mikilvægur fyrir bæði lið. Með sigri myndu Framarar koma sér í góða stöðu í fallbaráttunni þegar tvær umferðir eru eftir og skilja ÍBV og Fylki eftir í sætunum fyrir neðan sig.


Lestu um leikinn: Fram 3 -  1 Keflavík

„Mikil gleði og mikill léttir að ná í þessi þrjú stig“ sagði Ragnar Sigurðsson, þjálfari Fram, eftir leikinn sem vannst 3-1.

Þetta var leikur sem var svolítið upp og niður þannig að við áttum góða kafla og síðan mjög slæma kafla líka þannig að við tökum þessi stig, þau eru kærkomin“ hélt hann svo áfram.

Aðspurður hvert upplegg liðsins hafi verið fyrir leikinn segir hann:

Bara að mæta þeim og reyna að pressa þá eins hátt og við gátum sem að gekk mjög vel á köflum. Það voru allt of langir kaflar í þessum leik þar sem að við droppum, þeir ná að ýta okkur niður og eru að krossa boltanum, stórhættulega krossa hérna inn í boxið og þá veit maður náttúrulega aldrei hvað gerist og það var ekkert rosalega þægilegt. Það var karaktersigur að ná að klára þetta.

Fram byrjaði úrslitakeppnina á leik við HK í Kórnum þar sem þjálfarateymi Fram gerði nokkuð óvæntar breytingar á byrjunarliðinu og ungir og óreyndir menn komu inn. Þeir hafa haldið sæti sínu í liðinu síðan þá en það hlýtur að þýða að þeir séu að skila sínu?

Já, þeir eru að standa sig fáránlega vel. Við tókum reyndar Sigfús aftur út af í dag og ég veit ekki alveg hvort að það hafi verið rétt ákvörðun en þar sem að við vinnum leikinn þá held ég að við getum bara verið sáttir.“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner