Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
banner
   fös 29. september 2023 21:03
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Lamine Yamal lagði sigurmarkið upp fyrir Ramos
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Barcelona 1 - 0 Sevilla
1-0 Sergio Ramos ('76, sjálfsmark)


Heimamenn í Barcelona fengu hættulegri færi en gestirnir frá Suður-Spáni komust einnig nálægt því að skora. Joao Felix átti bestu tilraunina þegar hann átti frábært skot í slána en boltinn rataði ekki í netið. Dodi Lukebakio var líflegur í liði Sevilla en tókst ekki að komast á blað.

Síðari hálfleikurinn var áfram jafn þar sem bæði lið sköpuðu sér góð færi, en að lokum var það ungstirnið Lamine Yamal sem réði úrslitum.

Yamal slapp innfyrir vörnina, hljóp að endalínunni og ætlaði að gefa lága sendingu út í teiginn en gamla kempan Sergio Ramos komst fyrir sendinguna. Ramos náði þó ekki stjórn á boltanum og skoraði sjálfsmark.

Barca er tímabundið á toppi spænsku deildarinnar með 20 stig eftir 8 umferðir, en Girona og Real Madrid eigast við á morgun og getur sigurliðið tekið toppsætið.

Sevilla hefur ekki farið vel af stað á nýju tímabili og er aðeins komið með sjö stig eftir sjö umferðir.

   29.09.2023 19:18
Yamal og Ramos mætast: Hittust fyrst 2016

Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 14 11 2 1 31 9 +22 35
2 Girona 14 11 2 1 32 17 +15 35
3 Barcelona 14 9 4 1 27 14 +13 31
4 Atletico Madrid 13 10 1 2 30 12 +18 31
5 Athletic 14 7 4 3 26 18 +8 25
6 Real Sociedad 14 7 4 3 25 17 +8 25
7 Betis 14 6 6 2 18 16 +2 24
8 Getafe 14 4 7 3 17 18 -1 19
9 Vallecano 14 4 7 3 16 18 -2 19
10 Valencia 14 5 4 5 16 18 -2 19
11 Las Palmas 14 5 3 6 11 13 -2 18
12 Villarreal 14 4 3 7 21 25 -4 15
13 Alaves 14 4 3 7 14 19 -5 15
14 Osasuna 14 4 2 8 16 24 -8 14
15 Sevilla 13 2 6 5 19 19 0 12
16 Cadiz 14 2 5 7 11 21 -10 11
17 Mallorca 14 1 7 6 13 20 -7 10
18 Celta 14 1 5 8 14 24 -10 8
19 Granada CF 14 1 4 9 19 33 -14 7
20 Almeria 14 0 3 11 16 37 -21 3
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner