Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
banner
   sun 29. september 2024 17:28
Sölvi Haraldsson
Kjartan Henry: Enn eitt klaufamarkið sem við fáum á okkur
Kjartan Henry, aðstoðarþjálfari FH.
Kjartan Henry, aðstoðarþjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta er mjög svekkjandi. Vonbrigði að tapa og sérstaklega með markinu sem skilur liðin að, enn eitt klaufamarkið sem við fáum á okkur í sumar.“ sagði Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfari FH, eftir 1-0 tap gegn Breiðablik í dag.


Lestu um leikinn: FH 0 -  1 Breiðablik

FH-ingar vildu fá rautt spjald á Ísak Snæ í fyrri hálfleik. Hvað finnst Kjartani um það?

Ég er búinn að sjá það aftur. Ég læt aðra um að dæma um það en það leit ekki vel út. Dómarinn mat það sem gult, það er búið að setja nýja línu í sumar þannig þetta er það sem koma skal örugglega.

Kjartan talaði um klaufamerk fyrr í viðtalinu en Daði fékk klaufamark á sig í dag eftir að hafa verið fínn í markinu.

Daði er búinn að verja oft í leiknum í dag en ég tala bara yfir allt í sumarið. Mörkin sem við höfum fengið á okkur í sumar hafa verið skrautleg. Það er eitthvað sem við verðum að laga því við erum að skora nóg en fáum á okkur allt of ódýr mörk og það er dýrt í Bestu deildinni.

Er Kjartan ósáttur við sóknarleik liðsins?

Já. Við byrjuðum leikinn ágætlega en við koðnuðum niður eftir markið fannst mér í staðinn fyrir að sækja meira sem eru vonbrigði. Breiðablik er með frábært lið og spilar áhættulítinn fótbolta og eru með gæði fram á við þetta fór því miður eins og það fór í dag. Við verðum bara að klára þetta mót með stæl.

Sigurður Bjartur fór meiddur af velli í lok leiks í dag. Hvernig er staðan á honum og hópnum í dag?

Staðan er ekkert sérstök en menn hafa verið meiddir og veikir. Það eru ekki margir í liðinu sem hafa ekki náð 90 mínútum í undanförnum leikjum. Við verðum að skoða þetta með Sigga, Siggi er gerður úr stáli svo ég á von á því að hann verði klár eftir viku.“ 

Nánar er rætt við Kjartan Henry í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner