Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
   sun 29. september 2024 17:28
Sölvi Haraldsson
Kjartan Henry: Enn eitt klaufamarkið sem við fáum á okkur
Kjartan Henry, aðstoðarþjálfari FH.
Kjartan Henry, aðstoðarþjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta er mjög svekkjandi. Vonbrigði að tapa og sérstaklega með markinu sem skilur liðin að, enn eitt klaufamarkið sem við fáum á okkur í sumar.“ sagði Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfari FH, eftir 1-0 tap gegn Breiðablik í dag.


Lestu um leikinn: FH 0 -  1 Breiðablik

FH-ingar vildu fá rautt spjald á Ísak Snæ í fyrri hálfleik. Hvað finnst Kjartani um það?

Ég er búinn að sjá það aftur. Ég læt aðra um að dæma um það en það leit ekki vel út. Dómarinn mat það sem gult, það er búið að setja nýja línu í sumar þannig þetta er það sem koma skal örugglega.

Kjartan talaði um klaufamerk fyrr í viðtalinu en Daði fékk klaufamark á sig í dag eftir að hafa verið fínn í markinu.

Daði er búinn að verja oft í leiknum í dag en ég tala bara yfir allt í sumarið. Mörkin sem við höfum fengið á okkur í sumar hafa verið skrautleg. Það er eitthvað sem við verðum að laga því við erum að skora nóg en fáum á okkur allt of ódýr mörk og það er dýrt í Bestu deildinni.

Er Kjartan ósáttur við sóknarleik liðsins?

Já. Við byrjuðum leikinn ágætlega en við koðnuðum niður eftir markið fannst mér í staðinn fyrir að sækja meira sem eru vonbrigði. Breiðablik er með frábært lið og spilar áhættulítinn fótbolta og eru með gæði fram á við þetta fór því miður eins og það fór í dag. Við verðum bara að klára þetta mót með stæl.

Sigurður Bjartur fór meiddur af velli í lok leiks í dag. Hvernig er staðan á honum og hópnum í dag?

Staðan er ekkert sérstök en menn hafa verið meiddir og veikir. Það eru ekki margir í liðinu sem hafa ekki náð 90 mínútum í undanförnum leikjum. Við verðum að skoða þetta með Sigga, Siggi er gerður úr stáli svo ég á von á því að hann verði klár eftir viku.“ 

Nánar er rætt við Kjartan Henry í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner