Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   sun 29. september 2024 17:28
Sölvi Haraldsson
Kjartan Henry: Enn eitt klaufamarkið sem við fáum á okkur
Kjartan Henry, aðstoðarþjálfari FH.
Kjartan Henry, aðstoðarþjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta er mjög svekkjandi. Vonbrigði að tapa og sérstaklega með markinu sem skilur liðin að, enn eitt klaufamarkið sem við fáum á okkur í sumar.“ sagði Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfari FH, eftir 1-0 tap gegn Breiðablik í dag.


Lestu um leikinn: FH 0 -  1 Breiðablik

FH-ingar vildu fá rautt spjald á Ísak Snæ í fyrri hálfleik. Hvað finnst Kjartani um það?

Ég er búinn að sjá það aftur. Ég læt aðra um að dæma um það en það leit ekki vel út. Dómarinn mat það sem gult, það er búið að setja nýja línu í sumar þannig þetta er það sem koma skal örugglega.

Kjartan talaði um klaufamerk fyrr í viðtalinu en Daði fékk klaufamark á sig í dag eftir að hafa verið fínn í markinu.

Daði er búinn að verja oft í leiknum í dag en ég tala bara yfir allt í sumarið. Mörkin sem við höfum fengið á okkur í sumar hafa verið skrautleg. Það er eitthvað sem við verðum að laga því við erum að skora nóg en fáum á okkur allt of ódýr mörk og það er dýrt í Bestu deildinni.

Er Kjartan ósáttur við sóknarleik liðsins?

Já. Við byrjuðum leikinn ágætlega en við koðnuðum niður eftir markið fannst mér í staðinn fyrir að sækja meira sem eru vonbrigði. Breiðablik er með frábært lið og spilar áhættulítinn fótbolta og eru með gæði fram á við þetta fór því miður eins og það fór í dag. Við verðum bara að klára þetta mót með stæl.

Sigurður Bjartur fór meiddur af velli í lok leiks í dag. Hvernig er staðan á honum og hópnum í dag?

Staðan er ekkert sérstök en menn hafa verið meiddir og veikir. Það eru ekki margir í liðinu sem hafa ekki náð 90 mínútum í undanförnum leikjum. Við verðum að skoða þetta með Sigga, Siggi er gerður úr stáli svo ég á von á því að hann verði klár eftir viku.“ 

Nánar er rætt við Kjartan Henry í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner