lau 30. janúar 2021 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Valur)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ída Marín Hermanssdóttir
Ída Marín Hermanssdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind Björg Þorvalsdóttir
Berglind Björg Þorvalsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Agla María Albertsdóttir
Agla María Albertsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emma Steinsen Jónsdóttir
Emma Steinsen Jónsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Ólöf Sigríður er sóknarmaður Vals sem hefur verið lánuð til ÍA og Þróttar undanfarin tvö sumur. Á síðasta tímabili stóð hún sig mjög vel, skoraði sex mörk í fjórtán leikjum.

Alls hefur hún skorað 29 leiki í deild og bikar og skorað níu mörk. Þá hefur hún skorað níu mörk í tuttugu unglingalandsleikjum til þessa. Hún var valin á dögunum í æfingahóp fyrir U19 landsliðið og sýnir í dag á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Ólöf Sigríður Kristinsdóttir

Gælunafn: Olla

Aldur: 17 ára

Hjúskaparstaða: Single as a pringle

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Með Val í bikarnum 2018.

Uppáhalds drykkur: Collab, plís sponsið mig.

Uppáhalds matsölustaður: Mandi

Hvernig bíl áttu: Á ekki bíl

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Friends

Uppáhalds tónlistarmaður: Harry Styles

Uppáhalds hlaðvarp: Heimavöllurinn

Fyndnasti Íslendingurinn: Steindi

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Ef ég fer á Huppu fæ ég mér drauminn en annars er ég bara að setja eitthvað út í þetta.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Kæri viðskiptavinur. Nýja snertilausa debetkortið þitt hefur verið póstlagt á þitt lögheimili. Vinsamlega láttu okkur vita ef það berst ekki innan fárra daga. Til að virkja kortið þarf fyrsta greiðsla að vera með því að stinga kortinu í posa og slá inn nýja PIN-númerið. PIN-ið finnurðu í farsímabankanum eða netbanka einstaklinga. Sjá nánar á landsbankinn.is/PIN.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Ég bara veit það ekki

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Berglind Björg

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Get ekki valið, hef verið mjög heppin með þjálfara

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Fatma Kara í ÍBV.

Sætasti sigurinn: Þegar við unnum Þýskaland í u17 í fyrsta skipti.

Mestu vonbrigðin: Tapa í úrslitaleiknum á Gothia Cup.

Uppáhalds lið í enska: Manchester United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Öglu Maríu

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Cessa

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Guðlaugur Victor

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elín Metta

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Lionel Messi.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Ásdís Karen

Uppáhalds staður á Íslandi: Keflavíkurflugvöllur

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Man því miður ekkert núna

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei, reyndi samt einu sinni að búa til eitthvað en gleymdi alltaf að gera það.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já frjálsum, og horfi líka alltaf á Ólympíuleikana þegar þeir eru í sjónvarpinu.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Copa 20.1

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Íþróttum

Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég kallaði óvart kennarann minn mömmu.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Myndi bara helst vilja fara ein. En ef ég þyrfti að velja þrjá leikmenn þá myndi ég taka Emmu Steinsen til að halda móralnum uppi, Ídu af því hún verður pirruð ef ég segji ekki hana og Örnu til að veiða mat fyrir okkur.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er tvíburi í stjörnumerki og systur mínar eru tvíburar.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Ída Marín, hélt hún væri geggjað leiðinleg en svo var hún bara algjör meistari og skemmtileg.

Hverju laugstu síðast: Í spurningunni fyrir ofan.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hlaupa.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spurja Marcus Rashford: Would you date a fan?


Arna Eiríksdóttir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner