Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
   sun 30. maí 2021 22:10
Stefán Marteinn Ólafsson
Siggi Höskulds: Erum bara hrikalega stoltir af þessari frammistöðu
Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis.
Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrstu viðbrögð - Svekkjandi, 15 mínútna kafli í fyrri hálfleik sem að við erum klaufalegir og fyrir utan þær 15 mínútur fannst mér við vera virkilega góðir og töluvert betra liðið," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, eftir 2-1 tap gegn HK í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 2 -  1 Leiknir R.

Leiknismenn hafa farið vel af stað í deildinni og þrátt fyrir hetjulega baráttu í kvöld þurftu þeir að lúta í lægra hald gegn HK.

Leiknismenn áttu martraðarkarfla undir lok fyrri hálfleiks en þeir fengu á sig tvö mörk og víti sem Guy Smit varði og hélt þeim þar með inni í leiknum.

„Ég sagði bara að við hefðum verið töluvert betri aðilinn í fyrri hálfleik og við þyrftum að bæta við það og við þyrftum að trúa því að þessi vítaspyrnuvarsla myndi gefa okkur smá bensín og við myndum keyra á þá í seinni hálfleik."

Sigga fannst ekki mikið vanta hjá sínum mönnum í þessum leik.

„Ekki mikið, það var bara að skora mörk. Við stjórnuðum þessum leik fannst mér nánast allan tímann og mér fannst við líta bara út eins og topplið þarna fyrsta hálftímann fram að þessum 15 mínútna kafla og við erum bara hrikalega stoltir af þessari frammistöðu."

Nánar er rætt við þjálfara Leiknis í spilaranum hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir