Van de Ven, Mainoo, Gabriel Jesus, Trossard, Mateta, Wharton, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
   sun 30. maí 2021 22:10
Stefán Marteinn Ólafsson
Siggi Höskulds: Erum bara hrikalega stoltir af þessari frammistöðu
Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis.
Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrstu viðbrögð - Svekkjandi, 15 mínútna kafli í fyrri hálfleik sem að við erum klaufalegir og fyrir utan þær 15 mínútur fannst mér við vera virkilega góðir og töluvert betra liðið," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, eftir 2-1 tap gegn HK í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 2 -  1 Leiknir R.

Leiknismenn hafa farið vel af stað í deildinni og þrátt fyrir hetjulega baráttu í kvöld þurftu þeir að lúta í lægra hald gegn HK.

Leiknismenn áttu martraðarkarfla undir lok fyrri hálfleiks en þeir fengu á sig tvö mörk og víti sem Guy Smit varði og hélt þeim þar með inni í leiknum.

„Ég sagði bara að við hefðum verið töluvert betri aðilinn í fyrri hálfleik og við þyrftum að bæta við það og við þyrftum að trúa því að þessi vítaspyrnuvarsla myndi gefa okkur smá bensín og við myndum keyra á þá í seinni hálfleik."

Sigga fannst ekki mikið vanta hjá sínum mönnum í þessum leik.

„Ekki mikið, það var bara að skora mörk. Við stjórnuðum þessum leik fannst mér nánast allan tímann og mér fannst við líta bara út eins og topplið þarna fyrsta hálftímann fram að þessum 15 mínútna kafla og við erum bara hrikalega stoltir af þessari frammistöðu."

Nánar er rætt við þjálfara Leiknis í spilaranum hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir