Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   sun 30. maí 2021 22:10
Stefán Marteinn Ólafsson
Siggi Höskulds: Erum bara hrikalega stoltir af þessari frammistöðu
Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis.
Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrstu viðbrögð - Svekkjandi, 15 mínútna kafli í fyrri hálfleik sem að við erum klaufalegir og fyrir utan þær 15 mínútur fannst mér við vera virkilega góðir og töluvert betra liðið," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, eftir 2-1 tap gegn HK í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 2 -  1 Leiknir R.

Leiknismenn hafa farið vel af stað í deildinni og þrátt fyrir hetjulega baráttu í kvöld þurftu þeir að lúta í lægra hald gegn HK.

Leiknismenn áttu martraðarkarfla undir lok fyrri hálfleiks en þeir fengu á sig tvö mörk og víti sem Guy Smit varði og hélt þeim þar með inni í leiknum.

„Ég sagði bara að við hefðum verið töluvert betri aðilinn í fyrri hálfleik og við þyrftum að bæta við það og við þyrftum að trúa því að þessi vítaspyrnuvarsla myndi gefa okkur smá bensín og við myndum keyra á þá í seinni hálfleik."

Sigga fannst ekki mikið vanta hjá sínum mönnum í þessum leik.

„Ekki mikið, það var bara að skora mörk. Við stjórnuðum þessum leik fannst mér nánast allan tímann og mér fannst við líta bara út eins og topplið þarna fyrsta hálftímann fram að þessum 15 mínútna kafla og við erum bara hrikalega stoltir af þessari frammistöðu."

Nánar er rætt við þjálfara Leiknis í spilaranum hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner