Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
banner
   fim 30. júní 2022 21:29
Anton Freyr Jónsson
Úlfur Arnar um Halldór Snæ: Spilaði eins og þrítugur
Lengjudeildin
Úlfur Arnar Jökulsson
Úlfur Arnar Jökulsson
Mynd: Fótbolti.net - Raggi Óla

„Við unnum hart fyrir þessum sigri og verðskulduðum hann að mínu mati. Það er geggjuð tilfinning að ná að klára þennan leik. Við erum búnir að spila heilt yfir helvíti vel í sumar og ekki alveg upp uppskerað sem okkur finnst við hafa átt að fá. Það var rosalega dýrmætt og mikilvægt að ná í öll stigin í dag." voru fyrstu viðbrögð Úlfars Arnars þjálfara Fjölnis. 


Lestu um leikinn: Fjölnir 3 -  1 HK

„Ég er ofboðslega ánægður með liðið mitt. Mér fannst við sýna rosalega mikið hjarta og mér fannst allir stíga upp."

Halldór Snær Georgsson spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir Fjölni þegar hann kom inn í liðið fyrir Sigurjón Inga Harðarson og hrósaði Úlfar Arnar Halldóri að leikslokum.

„Ég verð að fá að minnast á þann unga dreng. Hans fyrsti Meistaraflokksleikur fyrir Fjölni og þessi líka frammistaða, hann spilaði eins og þrítugur. Frábær frammistaða hjá honum og ölllu liðinu."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan


Athugasemdir
banner