Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   mið 30. ágúst 2023 13:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fiðrildin farin að flögra í Höskuldi - „Eðlishvötin tók yfir"
Sætt og dýrmætt að sjá boltann inni
Sætt og dýrmætt að sjá boltann inni
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ég held að leikurinn á morgun gefi betri mynd á þessa rimmu
Ég held að leikurinn á morgun gefi betri mynd á þessa rimmu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er þessi millivegur sem við þurfum að feta
Það er þessi millivegur sem við þurfum að feta
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Fiðrildin eru farin að flögra í maganum, þetta er risaleikur, erum allir meðvitaðir um það og finnum fyrir því. Það er bara tilhlökkun," sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, við Fótbolta.net í dag.

Breiðablik á leik gegn Struga í forkeppni Sambandsdeildarinnar á morgun. Liðið leiðir með einu marki eftir fyrri leikinn og fer með sigri eða jafntefli á morgun í riðlakeppnina.

„Við þurfum að finna gott jafnvægi á milli þess að vera við sjálfir og fara inn í leikinn til að vinna hann, á sama tíma þurfum við að vera með góða áhættustýringu þar sem þetta lið er geysilega gott í skyndisóknum. Við megum helst ekki bjóða þeim upp í þann dans. Við viljum hafa stjórn og spila leikinn á okkar forsendum."

„Það gerir það vissulega, við erum með forystu, en þess vegna er enn mikilvægara að fara ekki í leikinn og fara verja þessa forystu. Við þurfum að fara í leikinn til þess að vinna hann í bland við góða áhættustýringu. Það er þessi millivegur sem við þurfum að feta."

„Ég býst ekki við neinu öðru en það verði pakkfull stúka. Ég vil hvetja Kópavogsbúa og alla sem mæta til að styðja við bakið á okkur. Það munar svo sannarlega; gefur okkur aukna orku."


Hvernig var að spila fyrri leikinn?

„Þetta var erfiður leikur, smá skrítnar aðstæður, sveitavöllur og ekki beint upplifunin að maður væri í umspilsrimmu fyrir riðlakeppni í Evrópukeppni. Þar með sagt var ekkert erfitt að mótivera sig fyrir leikinn. Völlurinn var ekkert frábær, það var ekki vallarklukka, margt hvað það varðar sem var skrítið."

„Leikurinn sjálfur var erfiður, sanngjörn úrslit hefðu sennilega verið jafntefli. Seinni hálfleikurinn var nánast ómarktækur, veðrið var skrítið; kemur nánast hvirfilbylur. Maður er ekki alveg kominn með fullmótaða mynd á þá. Ég held að leikurinn á morgun gefi betri mynd á þessa rimmu."

„Þetta var eiginlega bara barningur og menn að reyna vinna sín einvígi. Svo var boltinn jafnmikið út af og hann var inn á. Þá vorum við bara að halda forystunni, verja okkar mark og vinna okkar stöðubaráttur. Það skóp sigurinn."


Höskuldur talaði um að jafntefli hefði verið sanngjörn niðurstaða. Hann skoraði markið sem réði úrslitum í fyrri leiknum. Það var ansi glæsilegt einstaklingsframtak.

„Þetta var gott mark, var svo sem engin sérstök hugsun á bakvið atburðarásina. Eðlishvötin tók yfir, það myndaðist einhver glufa þarna og maður keyrði bara á það. Sætt og dýrmætt að sjá boltann inni."

„Klárlega, svona þýðingarmikil mörk eru alltaf minnisstæð. Vonandi verður þetta eitt þeirra."


Hvaða leikmenn þurfa Blikarnir að stoppa á morgun?

„Mér fannst Ibraimi framherjinn vera helvíti góður, einhvers konar Suarez-týpa, er með gott jafnvægi og er í rauninni að nota þig til þess að fleyta sér áfram. Hann er klókur, með góðar staðsetningar. Svo eru teknískir miðjumenn í liðinu, snöggir að fara fram á við í skyndisóknum. Miðjan, þessi framherji og svo sá sem var í banni sem kemur inn í liðið á morgun, það eru þeirra helsta vopn sem ber að varast."

Viðtalið við Höskuld er lengra og ræðir hann um Ágúst Orra Þorsteinsson og leik Breiðabliks gegn Víkingi síðasta sunnudag. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst. Leikurinn á morgun hefst klukkan 16:45 og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner